Massa sigraði í Barein - Hamilton enn í verðlaunasæti 15. apríl 2007 14:41 Felipe Massa fagnar sigrinum í Barein ásamt félaga sínum Kimi Raikkönen AFP Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti. Massa var á ráspól eftir tímatökurnar í gær og hann náði mest 10 sekúndna forskoti um miðbik keppninnar. Hamilton náði þó að vinna muninn upp og varð fyrsti nýliðinn til að komast á pall í fyrstu þremur keppnum sínum. Þeir Fernando Alonso, Kimi Raikkönen og Lewis Hamilton eru nú efstir og jafnir í keppni ökuþóra og hafa hver um sig hlotið 22 stig og Massa er kominn með 17 stig. McLaren er í efsta sæti bílasmiða eftir þrjár keppnir með 44 stig, Ferrari hefur 39 stig og BMW hefur 18 stig. Úrslitin í Barein: 1 F Massa (Brasilíu) Ferrari 1:33.27.515 2 L Hamilton (Bretlandi) McLaren -2.360 sekúndum á eftir 3 K Raikkonen (Finnlandi) Ferrari -10.839 4 N Heidfeld (Þýskalandi) BMW Sauber -13.831 5 F Alonso (Spáni) McLaren -14.426 6 R Kubica (Póllandi) BMW Sauber -45.529 Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti. Massa var á ráspól eftir tímatökurnar í gær og hann náði mest 10 sekúndna forskoti um miðbik keppninnar. Hamilton náði þó að vinna muninn upp og varð fyrsti nýliðinn til að komast á pall í fyrstu þremur keppnum sínum. Þeir Fernando Alonso, Kimi Raikkönen og Lewis Hamilton eru nú efstir og jafnir í keppni ökuþóra og hafa hver um sig hlotið 22 stig og Massa er kominn með 17 stig. McLaren er í efsta sæti bílasmiða eftir þrjár keppnir með 44 stig, Ferrari hefur 39 stig og BMW hefur 18 stig. Úrslitin í Barein: 1 F Massa (Brasilíu) Ferrari 1:33.27.515 2 L Hamilton (Bretlandi) McLaren -2.360 sekúndum á eftir 3 K Raikkonen (Finnlandi) Ferrari -10.839 4 N Heidfeld (Þýskalandi) BMW Sauber -13.831 5 F Alonso (Spáni) McLaren -14.426 6 R Kubica (Póllandi) BMW Sauber -45.529
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira