Tvísýnt um tilboð í Sainbury 6. apríl 2007 07:00 Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Hluthafarnir, sem fara saman með um 20 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvörukeðju Bretlandseyja, segjast ekki sætta sig við neitt tilboð undir 600 pensum á hlut. Samkvæmt því tilboði sem legið hefur í loftinu er CVC reiðubúið til að greiða á bilinu 550 til 555 pens fyrir hlutinn. Gengi bréfa í Sainsbury stóð í 561 pensi á hlut við lokun markaða í gær. Það jafngildir því að gengið hafi hækkað um 29 prósent frá janúarlokum þegar CVC lýsti því fyrst yfir að áhugi væri fyrir yfirtöku á matvörukeðjunni. Fjárfestasjóðurinn CVC fer fyrir hópi fjárfesta sem hug hafa á að gera yfirtökutilboð í Sainsbury. Forsvarsmenn sjóðsins leituðu til stjórnar Sainsburys í gærmorgun og lýstu yfir formlegum áhuga á félaginu með það fyrir augum að stjórnin leyfði þeim að glugga í efnahagsreikninga áður en tilboð verður lagt fram. Lokafrestur til að gera slíkt rennur út á föstudag eftir viku. Auk CVC eru í hópinum fjárfestasjóðirnir Blackstone Group og Texas Pacific. Hópurinn Kohlberg, Kravis og Roberts (KKR) dró sig úr hópnum í gær en sjóður þeirra, sem er á meðal stærstu fjárfestingasjóða í heimi, ætlar að einbeita sér að yfirtöku á breska lyfjafyrirtækinu Alliance Boots, einu stærsta fyrirtæki í þessum geira í Bretlandi. Tilboð sjóðsins er jafnhátt yfirtökutilboði sjóðanna allra í Sainsbury. Verði gengið að yfirtökutilboðinu í Sainbury verða þetta stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi til þessa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira
Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Hluthafarnir, sem fara saman með um 20 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvörukeðju Bretlandseyja, segjast ekki sætta sig við neitt tilboð undir 600 pensum á hlut. Samkvæmt því tilboði sem legið hefur í loftinu er CVC reiðubúið til að greiða á bilinu 550 til 555 pens fyrir hlutinn. Gengi bréfa í Sainsbury stóð í 561 pensi á hlut við lokun markaða í gær. Það jafngildir því að gengið hafi hækkað um 29 prósent frá janúarlokum þegar CVC lýsti því fyrst yfir að áhugi væri fyrir yfirtöku á matvörukeðjunni. Fjárfestasjóðurinn CVC fer fyrir hópi fjárfesta sem hug hafa á að gera yfirtökutilboð í Sainsbury. Forsvarsmenn sjóðsins leituðu til stjórnar Sainsburys í gærmorgun og lýstu yfir formlegum áhuga á félaginu með það fyrir augum að stjórnin leyfði þeim að glugga í efnahagsreikninga áður en tilboð verður lagt fram. Lokafrestur til að gera slíkt rennur út á föstudag eftir viku. Auk CVC eru í hópinum fjárfestasjóðirnir Blackstone Group og Texas Pacific. Hópurinn Kohlberg, Kravis og Roberts (KKR) dró sig úr hópnum í gær en sjóður þeirra, sem er á meðal stærstu fjárfestingasjóða í heimi, ætlar að einbeita sér að yfirtöku á breska lyfjafyrirtækinu Alliance Boots, einu stærsta fyrirtæki í þessum geira í Bretlandi. Tilboð sjóðsins er jafnhátt yfirtökutilboði sjóðanna allra í Sainsbury. Verði gengið að yfirtökutilboðinu í Sainbury verða þetta stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi til þessa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira