Hollenska póstfyrirtækið TNT Post ætlar að segja upp 7.000 manns. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ekki annan kost í stöðunni til að bregðast við aukinni samkeppni sem hafi skilað sér í samdrætti hjá fyrirtækinu.
Ef allt fer á versta veg geta starfsmenn fyrirtækisins átt von á því að fá ekki laun greidd í allt að tvö ár. Hlunnindi annarra verða skorin niður með það fyrir augum að hagræða í rekstri fyrirtækisins. 58.000 manns vinna hjá TNT Post í Hollandi, að sögn BBC.