Sport

Indianapolis Supercross úrslit.

James Stewart og Chad Reed á ráslínu
Mynd/TWMX

Chad Reed rauk af stað og náði frábæru starti á meðan Stewart feilgíraði og hrapaði niður um sæti. Chad keyrði mjög vel og jók forskot sitt á þá Tim Ferry og Grant Langston. Eftir fyrsta pallinn var James Bubba í 19. sæti og biðu áhorfendur spenntir eftir því hvort hann myndi ná að vinna sig upp. Eftir fyrsta hringinn var Reed fyrstur, Tim Ferry annar og Grant Langston þriðji og á meðan þessir menn einbeittu sér á að halda sinni stöðu og ná fyrsta sætinu var James Bubba að keyra sig hægt og rólega upp um sæti.

Næstu tíu hringina var spennan í hámarki, Tim var að pressa á Chad og James að nálgast fyrstu menn og tók það James Bubba aðeins 4 hringi í viðbót að komast í þriðja sætið og eftir það tók gífurleg spenna við. Stewart náði fljótt Tim Ferry og þá var aðeins Chad Reed eftir.

Á 15. hringnum tók Stewart innri línuna á Chad og náði að fara fram úr honum og var þá kominn í fyrsta sætið. Síðustu hringirnir voru rosalegir en Chad misreiknaði sig aðeins á einum stökkpallinum með þeim afleiðingum að Stewart náði að lengja forskotið sitt um nokkrar hjólalengdir og koma fyrstur í mark. „Þetta var frábær keppni en ég skal alveg viðurkenna það að ég var orðinn frekar hræddur við Chad undir lokin." Sagði James Bubba Stewart undir lok keppninnar.

Staðan er þá þessi eftir tólftu umferð:

  1. James Stewart (285 stig/9 sigrar)
  2. Chad Reed (253/1 sigur)
  3. Tim Ferry (203)
  4. Kevin Windham (167)
  5. Ricky Carmichael (160/2 sigrar)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×