Erlent

Megrunaraðgerðir leiða til minnisleysis

Konur virðast í meiri hættu á að þróa með sér heilkennið
Konur virðast í meiri hættu á að þróa með sér heilkennið Getty Images

Megrunarskurðaðgerðir geta leitt til minnisleysis. Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar. Heilkennið sem rannsóknin hefur leitt í ljós hefur áhrif á bæði taugakerfið og heilann og getur leitt til ruglings og vanhæfni til að samhæfa hreyfingar.

Rannsóknin var birt í bandaríska læknatímaritinu Neurology. Heilkennið orsakast af skorti á vítamíninu B1. Þeir sem eru í mestri hættu á að þróa með sér heilkennið eru þeir sem kasta mikið upp eftir megrunarskurðaðgerð. Alls fannst heilkennið í 27 konum sem tóku þátt í rannsókninni og 5 körlum og bendir til þess að það sé algengara meðal kvenna þó tengslin séu ekki skýr.

Algengast er að heilkennið taki sig upp á fyrstu mánuðum eftir aðgerð á borð við magaminnkun. Hægt er að meðhöndla það með því að gefa sjúklingum B1-vítamín með æðalegg eða sprautu. Af 32 sjúklingum sem greindust með heilkennið í rannsókninni náðu 13 fullum bata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×