Tónlist

Mikill áhugi á Glastonbury

Björk mun koma fram á Glastonbury tónlistarhátíðinni
Björk mun koma fram á Glastonbury tónlistarhátíðinni MYND/Getty Images
Glastonbury tónlistarhátíðin í Bretlandi er ein vinsælasta tónlistarhátíð í heimi. Nú hafa um 175 þúsund manns skráð sig til að fá miða á hátíðina sem verður haldin 22. til 24. júní næstkomandi. Hátíðin ber 177.500 manns en aðeins verða um 140 þúsund miðar í boði fyrir almenning. Skráningu líkur þann 28. febrúar og mun almenn sala á tónlistarhátíðina hefjast þann 1. apríl.

Meðal tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni er Björk og hljómsveitirnar The Who og Artic Monkeys. Samkvæmt heimildum BBC mun Smokey Robinson einnig koma fram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×