Erlent

Tölvuleikir bæta sjón

Nú hefur verið sýnt fram á að hraðir skotleikir bæta sjón.
Nú hefur verið sýnt fram á að hraðir skotleikir bæta sjón.

Hraðir tölvuleikir, þar sem mikið er um að vera, bæta sjón spilara um allt að 20 prósent. Loksins geta tölvuleikjaunnendur lagt „tölvuleikir bæta samhæfingu handa og augna"-afsökunina á hilluna og byrjað að dásama áhrif þeirra á sjónina. Vísindamenn við háskólann í Rochester í New York-ríki hafa nefnilega komist að því að það að spila tölvuleiki getur haft jákvæð áhrif á sjónina.

Vísindamennirnir báru saman hóp spilara sem spiluðu Tetris annars vegar, og hóp sem spilaði fyrstu persónu skotleikinn Unreal Tournament hins vegar. Niðurstöðurnar voru þær að Tetris gerði ekkert gagn, sjónin batnaði ekki svo mælanlegt var. Þeir sem spiluðu Unreal bættu hins vegar sjón sína um allt að 20 prósent.

Varðandi þetta sem mamma og pabbi sögðu með að verða rangeygður og skemma augun: þau höfðu rangt fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×