Erlent

Intel með nýjan ofurörgjörva

GettyImages

Örgjörvaframleiðandinn Intel tilkynnti í dag að þeir hefðu náð að smíða örgjörva með 80 kjörnum. Örgjörvinn getur framkvæmt svokallað Teraflop, en það er að reikna trilljón skipanir á sekúndu. Þetta er langhraðasti örgjörvi sem hefur verið smíðaður.

Fyrirtækið mun svo kynna nánar hvernig þeir náðu þessum áfanga á tæknisýningu í San Francisco síðar í vikunni. Örgjörvaafköst sem þessi munu ryðja brautina fyrir alvöru fyrir „High-definition" efni í heimilistölvum segja talsmenn Intel. Þá mundi svona örgjörvi ráða vel við raddgreiningu í rauntíma.

Í fyrsta skipti sem tókst að láta örgjörva reikna Teraflop þurfti 10 þúsund stykki af Pentium Pro örgjörvum til en það var árið 1996. Sú reikniaðgerð kostaði 500 kílóvött af rafmagni, á meðan nýi Intel-örgjörvinn þarf bara 62 vött, sem er minna en margir heimilistölvuörgjörvar nota í dag og meira en áttaþúsund sinnum minna en sama aðgerð þurfti árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×