Þrír létust í ofsaveðri 14. janúar 2007 18:54 Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi. Drengurinn sem lést var á ferð með föður sínum á skellinöðru í hádeginu í dag þegar slysið varð. Vindhviða feykti trénu um koll og féll það á feðgana með þessum hörmulegu afleiðingum. Föðurinn sakaði ekki. Slysið varð í Motala um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suð-vestur af Svíþjóð en þar var veður hvað verst. Sextugur karlmaður lést nokkru síðar þegar tré skall á bíl hans nærri Jönköping í Suður-Svíþjóð. Farþegi, sem var með honum í bílnum, slasaðist alvarlega. Einn maður til viðbótar lést í Málmey. Hann var staddur í bát í höfninni þegar vélarhluti féll á hann. Annar maður slasaðist þegar tré féll á gangandi vegfarendur í Jönköping síðdegis. Sænska veðurstofan sendi út viðvörun á hæsta stigi og hvatti fólk til að halda sig heima. Síðdegis í dag voru nærri 100 þúsund heimili í landinu án rafmagns. Mörg tré höfðu þá brotnað eða rifnað upp með rótum og fokið á raflínur. Eyrarsundsbrú var lokuð til klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma enda veður lítið betra í Danmörku fram eftir degi. Þar gekk ofsaveður yfir og vindhraðinn á við fellibyl í verstu hviðum. Ferjusiglingum var aflýst og Dönum ráðlagt að bíða veðrið af sér heima. Stórabeltisbrú var einnig lokað en hún opnuð á sjötta tímanum og hafi þá lægt vind. Ekki fóru Norðmenn varhluta af veðurhamnum og var ferju- og lestarferðum frestað eða aflýst. Norðmenn héldu sig flestir heima. Lestarferðir voru ekki margar í Vesturfold þar sem tré höfðu fallið á teinana á nokkrum stöðum. Vind lægði síðan eftir því sem leið á daginn og lífið komst í samt lag. Danska veðurstofan spáir hvassviðri aftur í kvöld og næstu nótt á vestur- og norðurhluta Jótlands, þar sem veður var einna verst liðna nótt. Í Noregi og Svíþjóð er spáð nýju lægðardragi þar sem hvessti í dag og því verður áfram vindasamt á svæðinu. Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi. Drengurinn sem lést var á ferð með föður sínum á skellinöðru í hádeginu í dag þegar slysið varð. Vindhviða feykti trénu um koll og féll það á feðgana með þessum hörmulegu afleiðingum. Föðurinn sakaði ekki. Slysið varð í Motala um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suð-vestur af Svíþjóð en þar var veður hvað verst. Sextugur karlmaður lést nokkru síðar þegar tré skall á bíl hans nærri Jönköping í Suður-Svíþjóð. Farþegi, sem var með honum í bílnum, slasaðist alvarlega. Einn maður til viðbótar lést í Málmey. Hann var staddur í bát í höfninni þegar vélarhluti féll á hann. Annar maður slasaðist þegar tré féll á gangandi vegfarendur í Jönköping síðdegis. Sænska veðurstofan sendi út viðvörun á hæsta stigi og hvatti fólk til að halda sig heima. Síðdegis í dag voru nærri 100 þúsund heimili í landinu án rafmagns. Mörg tré höfðu þá brotnað eða rifnað upp með rótum og fokið á raflínur. Eyrarsundsbrú var lokuð til klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma enda veður lítið betra í Danmörku fram eftir degi. Þar gekk ofsaveður yfir og vindhraðinn á við fellibyl í verstu hviðum. Ferjusiglingum var aflýst og Dönum ráðlagt að bíða veðrið af sér heima. Stórabeltisbrú var einnig lokað en hún opnuð á sjötta tímanum og hafi þá lægt vind. Ekki fóru Norðmenn varhluta af veðurhamnum og var ferju- og lestarferðum frestað eða aflýst. Norðmenn héldu sig flestir heima. Lestarferðir voru ekki margar í Vesturfold þar sem tré höfðu fallið á teinana á nokkrum stöðum. Vind lægði síðan eftir því sem leið á daginn og lífið komst í samt lag. Danska veðurstofan spáir hvassviðri aftur í kvöld og næstu nótt á vestur- og norðurhluta Jótlands, þar sem veður var einna verst liðna nótt. Í Noregi og Svíþjóð er spáð nýju lægðardragi þar sem hvessti í dag og því verður áfram vindasamt á svæðinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira