Frábiður sér gagnrýni 6. janúar 2007 18:24 Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Ummælin lét forsætisráðherrann falla á samkomu sem haldin var í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá stofnun íraska hersins. Í ræðu sinni sagðist hann frábiðja sér afskipti annarra ríkja af aftökunni á Saddam, ekki hefði verið um pólitíska ákvörðun að ræða heldur réttláta ákvörðun dómsstóla. Maliki klykkti svo út með að hóta að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa henginguna og sakaði þau um að blanda sér í írösk innanríkismál. Þar beindi hann orðum sínum meðal annars að Hosni Mubarak Egypalandsforseta sem í gær sagði aftökuna villimannslega og með henni hefði Saddam verið gerður að píslarvotti. Maliki greindi einnig frá því að á næstu dögum myndu hersveitir hans loks láta sverfa til stáls í baráttunni við uppreisnarmenn súnnía og dauðasveitir sjía sem virðast halda landinu í heljargreipum. Við þá baráttu munu þær njóta liðsinnis Bandaríkjahers en George Bush mun að öllum líkindum tilkynna um nokkra fjölgun í herliðinu í næstu viku. Erfitt gæti reynst að fá fjárveitingar fyrir því þar sem demókratar sem nú eru í meirihluta í báðum deildum þingsins leggjast eindregið gegn þessum áfromum. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var ákveðið að John Negroponte hætti sem yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins og tæki í staðinn við embætti aðstoðarutanríkisráðherra, William Fallon verður yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan í stað John Abizaid, og David Petraeus tekur við herstjórninni í Írak af George Casey. Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Ummælin lét forsætisráðherrann falla á samkomu sem haldin var í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá stofnun íraska hersins. Í ræðu sinni sagðist hann frábiðja sér afskipti annarra ríkja af aftökunni á Saddam, ekki hefði verið um pólitíska ákvörðun að ræða heldur réttláta ákvörðun dómsstóla. Maliki klykkti svo út með að hóta að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa henginguna og sakaði þau um að blanda sér í írösk innanríkismál. Þar beindi hann orðum sínum meðal annars að Hosni Mubarak Egypalandsforseta sem í gær sagði aftökuna villimannslega og með henni hefði Saddam verið gerður að píslarvotti. Maliki greindi einnig frá því að á næstu dögum myndu hersveitir hans loks láta sverfa til stáls í baráttunni við uppreisnarmenn súnnía og dauðasveitir sjía sem virðast halda landinu í heljargreipum. Við þá baráttu munu þær njóta liðsinnis Bandaríkjahers en George Bush mun að öllum líkindum tilkynna um nokkra fjölgun í herliðinu í næstu viku. Erfitt gæti reynst að fá fjárveitingar fyrir því þar sem demókratar sem nú eru í meirihluta í báðum deildum þingsins leggjast eindregið gegn þessum áfromum. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var ákveðið að John Negroponte hætti sem yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins og tæki í staðinn við embætti aðstoðarutanríkisráðherra, William Fallon verður yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan í stað John Abizaid, og David Petraeus tekur við herstjórninni í Írak af George Casey.
Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira