Demókratar andvígir fjölgun hermanna 6. janúar 2007 12:21 Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Reiknað er með að í tillögum Bush verði stungið upp á að hermönnunum verði fjölgað um 10.000-20.000 og verkefni þeirra verði að kveða niður Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, sem sagðar eru bera ábyrgð á stórum hluta ofbeldisins í landinu. Í bréfi sem Nancy Pelosi og Harry Reid, leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeildinni, sendu Bush í gær, á fyrsta heila starfsdegi þingsins undir stjórn demókrata, láta þau aftur á móti þær áhyggjur sínar í ljós að slík fjölgun geti reynst Bandaríkjaher ofviða án þess að hún skili nokkrum ávinningi á móti. Í staðinn leggja þau til að herinn einbeitti sér að þjálfun nýrra íraskra hermanna og dragi sig svo smátt og smátt frá landinu. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var John Negroponte skipaður í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Negroponte gegndi áður starfi yfirmanns leyniþjónustustofnana landsins en við stöðu hans þar tekur Mike McConnell. Síðar um daginn greindi svo Robert Gates landvarnaráðherra frá því að William Fallon tæki við sem yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan af John Abizaid og David Petraeus tæki við herstjórninni í Írak af George Casey. Þá er reiknað með að á næstunni muni Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, muni taka sendiherrastöðunni hjá Sameinuðu þjóðunum af John Bolton eftir að fullreynt varð að þingið myndi staðfesta skipun hans. Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Reiknað er með að í tillögum Bush verði stungið upp á að hermönnunum verði fjölgað um 10.000-20.000 og verkefni þeirra verði að kveða niður Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, sem sagðar eru bera ábyrgð á stórum hluta ofbeldisins í landinu. Í bréfi sem Nancy Pelosi og Harry Reid, leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeildinni, sendu Bush í gær, á fyrsta heila starfsdegi þingsins undir stjórn demókrata, láta þau aftur á móti þær áhyggjur sínar í ljós að slík fjölgun geti reynst Bandaríkjaher ofviða án þess að hún skili nokkrum ávinningi á móti. Í staðinn leggja þau til að herinn einbeitti sér að þjálfun nýrra íraskra hermanna og dragi sig svo smátt og smátt frá landinu. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var John Negroponte skipaður í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Negroponte gegndi áður starfi yfirmanns leyniþjónustustofnana landsins en við stöðu hans þar tekur Mike McConnell. Síðar um daginn greindi svo Robert Gates landvarnaráðherra frá því að William Fallon tæki við sem yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan af John Abizaid og David Petraeus tæki við herstjórninni í Írak af George Casey. Þá er reiknað með að á næstunni muni Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, muni taka sendiherrastöðunni hjá Sameinuðu þjóðunum af John Bolton eftir að fullreynt varð að þingið myndi staðfesta skipun hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira