Eigðu góðan dag! 19. október 2007 00:01 Kona sem ég þekki ekki nógu mikið til að hún geti fjölyrt um lyndiseinkunn mína gerði það samt um daginn. Að hennar sögn er mér tamt að benda á það sem bjátar á en leggja aldrei til neinar lausnir. Ljótt ef satt er en hún minntist aftur á móti ekki einu orði á hvað ég ætti að gera í þessu. En í samfélagi sem þarfnast úrbóta er hugarfar sem þetta vissulega löstur. Ég hef því einsett mér að hætta alfarið að einblína á vandamál en hugsa og tala í lausnum. Heildarlausnum ef vel vill til. Og sjá, lífið varð miklu einfaldara í kjölfarið: Fjölgum leikskólakennurum, lækkum matvælaverð, leggjum Sundabraut, réttum mislægu gatnamótin, róum umræðuna, þykkjum sósuna, rekum Eyjólf og svo framvegis. Þetta eru aðeins nokkur af þeim aðkallandi vandam.... afsakið, úrlausnarefnum sem ég hef leyst í kjölfar þess að ég tileinkaði mér hugsunarhátt hins batnandi manns. Þetta hefur líka haft þau virðisaukandi áhrif að það sem áður voru allt að því óyfirstíganlegar hindranir hafa breyst í tækifæri eða jafnvel hrein hlunnindi. Gerum bara gott úr þessu öllu saman. Jákvæðnin stafar semsagt af öllum sviðum mannlífsins þessa dagana - hamingjan vellur úr mér eins og óstöðvandi blóðnasir. Suzuki Swift af árgerð 1991 er ekki lengur dældaður skrjóður heldur ómetanlegur þjónn, sem þarf aldrei að læsa því engum dettur í hug að það séu verðmæti í honum. Af því hlýst mikið hagræði. Dráttarvextirnir í innheimtubréfunum eru ekki lengur hótun heldur innblásin, ljóðræn hvatning um að gera ekki ekki neitt; ég kem skyndilega auga á hollan sannleik og djúpa lífsspeki í sjálfshjálparbókum og verkum Paulo Coelho; og já, ég tel að súkkulaðigosbrunnurinn í Vörutorgi sé sannarlega partígræja ársins 2007 sem ég ætti að panta strax í dag. Heimurinn sem áður virtist gallaður og uppfullur af snúnum vandamálum kemur mér eftir viðhorfsbreytinguna fyrir sjónir sem hinn besti allra hugsanlega heima. „Og til þess eru svínin gerð að maður éti þau," sagði líka Altúnga við vin sinn Birtíng í samnefndri bók, „enda erum við étandi svín ár og síð: þar af leiðir að þeir sem segja að allt sé í lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun
Kona sem ég þekki ekki nógu mikið til að hún geti fjölyrt um lyndiseinkunn mína gerði það samt um daginn. Að hennar sögn er mér tamt að benda á það sem bjátar á en leggja aldrei til neinar lausnir. Ljótt ef satt er en hún minntist aftur á móti ekki einu orði á hvað ég ætti að gera í þessu. En í samfélagi sem þarfnast úrbóta er hugarfar sem þetta vissulega löstur. Ég hef því einsett mér að hætta alfarið að einblína á vandamál en hugsa og tala í lausnum. Heildarlausnum ef vel vill til. Og sjá, lífið varð miklu einfaldara í kjölfarið: Fjölgum leikskólakennurum, lækkum matvælaverð, leggjum Sundabraut, réttum mislægu gatnamótin, róum umræðuna, þykkjum sósuna, rekum Eyjólf og svo framvegis. Þetta eru aðeins nokkur af þeim aðkallandi vandam.... afsakið, úrlausnarefnum sem ég hef leyst í kjölfar þess að ég tileinkaði mér hugsunarhátt hins batnandi manns. Þetta hefur líka haft þau virðisaukandi áhrif að það sem áður voru allt að því óyfirstíganlegar hindranir hafa breyst í tækifæri eða jafnvel hrein hlunnindi. Gerum bara gott úr þessu öllu saman. Jákvæðnin stafar semsagt af öllum sviðum mannlífsins þessa dagana - hamingjan vellur úr mér eins og óstöðvandi blóðnasir. Suzuki Swift af árgerð 1991 er ekki lengur dældaður skrjóður heldur ómetanlegur þjónn, sem þarf aldrei að læsa því engum dettur í hug að það séu verðmæti í honum. Af því hlýst mikið hagræði. Dráttarvextirnir í innheimtubréfunum eru ekki lengur hótun heldur innblásin, ljóðræn hvatning um að gera ekki ekki neitt; ég kem skyndilega auga á hollan sannleik og djúpa lífsspeki í sjálfshjálparbókum og verkum Paulo Coelho; og já, ég tel að súkkulaðigosbrunnurinn í Vörutorgi sé sannarlega partígræja ársins 2007 sem ég ætti að panta strax í dag. Heimurinn sem áður virtist gallaður og uppfullur af snúnum vandamálum kemur mér eftir viðhorfsbreytinguna fyrir sjónir sem hinn besti allra hugsanlega heima. „Og til þess eru svínin gerð að maður éti þau," sagði líka Altúnga við vin sinn Birtíng í samnefndri bók, „enda erum við étandi svín ár og síð: þar af leiðir að þeir sem segja að allt sé í lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi."
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun