Miklu kostað til í umbreytingarferli 16. október 2007 16:26 Þórður, forstjóri Nýherja, segir áherslu fyrirtækisins vera á að bjóða hágæðalausnir, hvort heldur sem það er í tækjum eða annarri þjónustu. Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Félagið hefur síðustu ár gengið í gegnum markvisst breytingaferli og er nú stærsta upplýsingatæknifélag landsins, með veltu upp á 13 milljarða króna, með um 70 prósent af starfsemi sinni í dótturfyrirtækjum. Þórður bendir á að fyrir örfáum árum hafi stór fyrirtæki á upplýsingatæknimarkaði hér byggt starfsemi sína á ákveðnum vörumerkjum og varningi. Þar var Nýherji engin undantekning í samstarfi við IBM, en einnig mætti nefna í því samhengi Tæknival, Streng með Navision, EJS með Dell og Teymi hið eldra sem byggði á Oracle lausnum. „Við höfum breikkað okkur og flust úr því að selja vörur og þjónusta þær yfir í lausnafyrirtæki þar sem við horfum til þarfa og óska viðskiptavinarins. Hlutverkið er að þekkja þarfir hans og koma fram með lausnir sem uppfylla þær," segir Þórður. Hluti af þessu segir hann aukið framboð af ráðgjöf og markviss uppbygging sérhæfðrar þekkingar innan Nýherjasamstæðunnar. Þórður segir miklu hafa verið kostað til á ári hverju í að byggja upp þessa þekkingu innan fyrirtækisins, tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna á ári. Um leið hefur Nýherji tekið þann pól í hæðina að fara varlega í útrás og einbeita sér þar að þeim sviðum þar sem styrkleiki fyrirtækisins liggur hér heima. „Við ákváðum til dæmis að fara ekki út í vörusölu í útlöndum heldur fórum við í að byggja upp SAP ráðgjöf undir nafni AppliCon. Svo keyptum við lítið danskt fyrirtæki sem er meira í ráðgjöf og þjónustu á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Það er svona 20 til 30 manna fyrirtækið í Óðinsvéum, en svo höfum við líka opnað skrifstofu í Kaupmannahöfn og Kolling í Jótlandi. Þar fetum við okkur áfram á þessari braut sem kjarnastarfsemi Nýherja er í." Núna kann hins vegar að vera að því komið að uppskera í hlutfalli við það sem til hefur verið sáð. Um leið vill Þórður fara varlega í yfirlýsingar í þeim efnum, enda sé umbreyting fyrirtækisins stöðugt og áframhaldandi verkefni í síkviku umhverfi upplýsingatækninnar. „En ég held það sé alveg tilefni til ákveðinnar bjartsýni." Mikilvægi þess að staðsetja sig rétt og skilgreina starfsemina segir Þórður endurspeglast í því hversu tækniþróun sé ör og starfsumhverfið því stöðugt að taka breytingum. „Og það sér ekkert fyrir endann á þeirri þróun," segir hann og gantast með að sjá megi samsvörun í sölu á bæði vél- og hugbúnaði og öðrum iðnaði sem Íslendingar þekki vel til. „Ef bara er horft til fartölva sést að ný útgáfa kemur fram á þriggja til sex mánaða fresti og líftíminn því eins og saltfiskur, en hann hafði líftíma í þrjá til sex mánuði og það var sá rammi sem menn höfðu til að selja hann. Þessu er svipað farið með tölvurnar." Hluti af breytingum sem Nýherji hefur gengið í gegnum síðustu ár er uppbygging viðskiptahugbúnaðareiningar í AppliCon. „Þá höfum við byggt upp viðskiptaráðgjafareiningu í ParX og hýsingar- og rekstrarþjónustueiningu í Umsjá sem er vörumerki hér innanhúss." Aukinheldur hefur Nýherji byggt upp „digital living" verslun Sense í Kópavogi. „Þar byggjum við upp stafrænar lausnir sem við setjum upp bæði í fyrirtækjum og heimilum. Dæmi er sýningin í Þjóðminjasafninu þar sem að baki liggur geysilega flókinn og viðamikill tölvubúnaður sem okkar fólk hefur sett upp. En í þessum efnum er sjón sögu ríkari og virkilega gaman að koma í verslunina." Þórður segir vörusölu þó vitanlega enn stóran hluta af starfsemi Nýherja þótt áherslan sé á lausnirnar. „Með kaupunum á TM Software kemur náttúrlega rekstrarþjónusta, svo sem með Skyggni sem er stærsta rekstrarþjónustufyrirtæki landsins. Svo er Origo mjög sterkt í samþættingu og veflausnum," segir hann og bendir á að eftir kaupin á TM Software verði um 65 prósent af tekjum Nýherja á sviði þjónusturáðgjafar og hugbúnaðar, en 55 prósent af vörusölu. „Breytingin er mjög mikil því vörusalan hefur aukist mjög mikið. Hitt hefur bara vaxið hraðar." Þórður vill ógjarnan tala um að víglínur hafi skerpst við breytingarnar á eignarhaldi fyrirtækja á upplýsingatæknimarkaði hér síðustu daga. Enda sé það þannig að þótt fyrirtæki keppi hér á einstökum sviðum þá hafi þau kannski samstarf á öðrum. „Hér eru fáir á markaði og samstarf við símafyrirtækin og fleiri. Menn vinna bæði saman og keppa og það gengur allt eðlilega fyrir sig, gjarnan nefnt co-opetition. En landslagið hefur verið að breytast mjög hratt, rétt eins og gerst hefur erlendis." Markaðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Félagið hefur síðustu ár gengið í gegnum markvisst breytingaferli og er nú stærsta upplýsingatæknifélag landsins, með veltu upp á 13 milljarða króna, með um 70 prósent af starfsemi sinni í dótturfyrirtækjum. Þórður bendir á að fyrir örfáum árum hafi stór fyrirtæki á upplýsingatæknimarkaði hér byggt starfsemi sína á ákveðnum vörumerkjum og varningi. Þar var Nýherji engin undantekning í samstarfi við IBM, en einnig mætti nefna í því samhengi Tæknival, Streng með Navision, EJS með Dell og Teymi hið eldra sem byggði á Oracle lausnum. „Við höfum breikkað okkur og flust úr því að selja vörur og þjónusta þær yfir í lausnafyrirtæki þar sem við horfum til þarfa og óska viðskiptavinarins. Hlutverkið er að þekkja þarfir hans og koma fram með lausnir sem uppfylla þær," segir Þórður. Hluti af þessu segir hann aukið framboð af ráðgjöf og markviss uppbygging sérhæfðrar þekkingar innan Nýherjasamstæðunnar. Þórður segir miklu hafa verið kostað til á ári hverju í að byggja upp þessa þekkingu innan fyrirtækisins, tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna á ári. Um leið hefur Nýherji tekið þann pól í hæðina að fara varlega í útrás og einbeita sér þar að þeim sviðum þar sem styrkleiki fyrirtækisins liggur hér heima. „Við ákváðum til dæmis að fara ekki út í vörusölu í útlöndum heldur fórum við í að byggja upp SAP ráðgjöf undir nafni AppliCon. Svo keyptum við lítið danskt fyrirtæki sem er meira í ráðgjöf og þjónustu á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Það er svona 20 til 30 manna fyrirtækið í Óðinsvéum, en svo höfum við líka opnað skrifstofu í Kaupmannahöfn og Kolling í Jótlandi. Þar fetum við okkur áfram á þessari braut sem kjarnastarfsemi Nýherja er í." Núna kann hins vegar að vera að því komið að uppskera í hlutfalli við það sem til hefur verið sáð. Um leið vill Þórður fara varlega í yfirlýsingar í þeim efnum, enda sé umbreyting fyrirtækisins stöðugt og áframhaldandi verkefni í síkviku umhverfi upplýsingatækninnar. „En ég held það sé alveg tilefni til ákveðinnar bjartsýni." Mikilvægi þess að staðsetja sig rétt og skilgreina starfsemina segir Þórður endurspeglast í því hversu tækniþróun sé ör og starfsumhverfið því stöðugt að taka breytingum. „Og það sér ekkert fyrir endann á þeirri þróun," segir hann og gantast með að sjá megi samsvörun í sölu á bæði vél- og hugbúnaði og öðrum iðnaði sem Íslendingar þekki vel til. „Ef bara er horft til fartölva sést að ný útgáfa kemur fram á þriggja til sex mánaða fresti og líftíminn því eins og saltfiskur, en hann hafði líftíma í þrjá til sex mánuði og það var sá rammi sem menn höfðu til að selja hann. Þessu er svipað farið með tölvurnar." Hluti af breytingum sem Nýherji hefur gengið í gegnum síðustu ár er uppbygging viðskiptahugbúnaðareiningar í AppliCon. „Þá höfum við byggt upp viðskiptaráðgjafareiningu í ParX og hýsingar- og rekstrarþjónustueiningu í Umsjá sem er vörumerki hér innanhúss." Aukinheldur hefur Nýherji byggt upp „digital living" verslun Sense í Kópavogi. „Þar byggjum við upp stafrænar lausnir sem við setjum upp bæði í fyrirtækjum og heimilum. Dæmi er sýningin í Þjóðminjasafninu þar sem að baki liggur geysilega flókinn og viðamikill tölvubúnaður sem okkar fólk hefur sett upp. En í þessum efnum er sjón sögu ríkari og virkilega gaman að koma í verslunina." Þórður segir vörusölu þó vitanlega enn stóran hluta af starfsemi Nýherja þótt áherslan sé á lausnirnar. „Með kaupunum á TM Software kemur náttúrlega rekstrarþjónusta, svo sem með Skyggni sem er stærsta rekstrarþjónustufyrirtæki landsins. Svo er Origo mjög sterkt í samþættingu og veflausnum," segir hann og bendir á að eftir kaupin á TM Software verði um 65 prósent af tekjum Nýherja á sviði þjónusturáðgjafar og hugbúnaðar, en 55 prósent af vörusölu. „Breytingin er mjög mikil því vörusalan hefur aukist mjög mikið. Hitt hefur bara vaxið hraðar." Þórður vill ógjarnan tala um að víglínur hafi skerpst við breytingarnar á eignarhaldi fyrirtækja á upplýsingatæknimarkaði hér síðustu daga. Enda sé það þannig að þótt fyrirtæki keppi hér á einstökum sviðum þá hafi þau kannski samstarf á öðrum. „Hér eru fáir á markaði og samstarf við símafyrirtækin og fleiri. Menn vinna bæði saman og keppa og það gengur allt eðlilega fyrir sig, gjarnan nefnt co-opetition. En landslagið hefur verið að breytast mjög hratt, rétt eins og gerst hefur erlendis."
Markaðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira