Stærstu sjóðirnir selja sig úr Icebank 13. október 2007 11:09 Á Viðskiptaþingi 2007. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, ræðir hér við þá Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja (vinstra megin), og Yngva Örn Kristinsson, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, á þingi Viðskiptaráðs Íslands í byrjun ársins. Myn/GVA SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina. Byr sparisjóður og SPRON hf. hafa selt eignarhlut sinn í Icebank, þjónustubanka sparisjóðanna. Salan er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Hluturinn sem SPRON seldi nam 20,5 prósentum hlutafjár í Icebank, en hlutur Byrs 24,68 prósentum. Hvor um sig heldur þó eftir fjögurra prósenta eignarhlut í Icebank. Kaupverð er ekki gefið upp, né heldur hver kaupir þarna tæplega helmingshlut í Icebank. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, segir að næsta mánudag verði upplýst nánar um kaupin. Skömmu fyrir síðustu mánaðamót var hins vegar frá því greint í Markaðnum, sem fylgir Fréttablaðinu, að æðstu stjórnendur bankans hefðu hug á að kaupa hlut í bankanum í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt heimildum blaðsins nú gengu þau viðskipti eftir í einhverri mynd. Icebank mun þó enn vera í meirihlutaeigu sparisjóða, sem þýðir að helstu sparisjóðir sem eftir standa í eigendahópi Icebank hafa jafnframt aukið við eignarhlut sinn. Samtals standa þá átján sparisjóðir að bankanum, þeirra stærstir Sparisjóðurinn í Keflavík sem fór með 12,2 prósent fyrir viðskiptin og Sparisjóður Mýrasýslu sem átti 8,7 prósent. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON hf., segir söluna framhald á stefnu sem áður hafi verið kynnt hjá Icebank. „Stefnt var að því að opna eignarhaldið og skrá bankann síðan í Kauphöllina á næsta ári. Starfsvettvangur bankans hefur verið að þróast mikið í kjölfar stefnumótunar og þetta er bara einn liður af mörgum sem verið er að framkvæma.“ Hann segir það hins vegar nýrra eigenda að gera grein fyrir kaupum sínum í bankanum. Í tilkynningum SPRON og Byrs til Kauphallar í gær kemur hins vegar fram að salan hafi „jákvæð áhrif“ á eigið fé sjóðanna. „Það kemur náttúrlega annars vegar til af því að eign sparisjóðanna í Icebank hefur verið bókfærð á innra virði, en núna kemur fram markaðsverð og það skapar einhvern hagnað. Í öðru lagi er jafnljóst að eignarhald fjármálafyrirtækis á hlutabréfum í öðru fjármálafyrirtæki er dregið frá eigin fénu þegar eiginfjárhlutföll eru reiknuð út, þannig að við þetta losnar um eiginfjárbindingu.“ Að sama skapi segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, að salan sé til komin vegna breytinga á sambandi Byrs og SPRON við Icebank. Icebank segir hann að sinni meðal annars mikilvægu hlutverki við öflun erlendra lána fyrir minni sparisjóði, en stóru sjóðirnir annist nú alfarið sjálfir fjármögnun erlendis. „Bankinn hefur í raun breyst úr samstarfsaðila yfir í fjárfestingu og það er í raun rótin að þessum breytingum sem eru að eiga sér stað.“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina. Byr sparisjóður og SPRON hf. hafa selt eignarhlut sinn í Icebank, þjónustubanka sparisjóðanna. Salan er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Hluturinn sem SPRON seldi nam 20,5 prósentum hlutafjár í Icebank, en hlutur Byrs 24,68 prósentum. Hvor um sig heldur þó eftir fjögurra prósenta eignarhlut í Icebank. Kaupverð er ekki gefið upp, né heldur hver kaupir þarna tæplega helmingshlut í Icebank. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, segir að næsta mánudag verði upplýst nánar um kaupin. Skömmu fyrir síðustu mánaðamót var hins vegar frá því greint í Markaðnum, sem fylgir Fréttablaðinu, að æðstu stjórnendur bankans hefðu hug á að kaupa hlut í bankanum í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt heimildum blaðsins nú gengu þau viðskipti eftir í einhverri mynd. Icebank mun þó enn vera í meirihlutaeigu sparisjóða, sem þýðir að helstu sparisjóðir sem eftir standa í eigendahópi Icebank hafa jafnframt aukið við eignarhlut sinn. Samtals standa þá átján sparisjóðir að bankanum, þeirra stærstir Sparisjóðurinn í Keflavík sem fór með 12,2 prósent fyrir viðskiptin og Sparisjóður Mýrasýslu sem átti 8,7 prósent. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON hf., segir söluna framhald á stefnu sem áður hafi verið kynnt hjá Icebank. „Stefnt var að því að opna eignarhaldið og skrá bankann síðan í Kauphöllina á næsta ári. Starfsvettvangur bankans hefur verið að þróast mikið í kjölfar stefnumótunar og þetta er bara einn liður af mörgum sem verið er að framkvæma.“ Hann segir það hins vegar nýrra eigenda að gera grein fyrir kaupum sínum í bankanum. Í tilkynningum SPRON og Byrs til Kauphallar í gær kemur hins vegar fram að salan hafi „jákvæð áhrif“ á eigið fé sjóðanna. „Það kemur náttúrlega annars vegar til af því að eign sparisjóðanna í Icebank hefur verið bókfærð á innra virði, en núna kemur fram markaðsverð og það skapar einhvern hagnað. Í öðru lagi er jafnljóst að eignarhald fjármálafyrirtækis á hlutabréfum í öðru fjármálafyrirtæki er dregið frá eigin fénu þegar eiginfjárhlutföll eru reiknuð út, þannig að við þetta losnar um eiginfjárbindingu.“ Að sama skapi segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, að salan sé til komin vegna breytinga á sambandi Byrs og SPRON við Icebank. Icebank segir hann að sinni meðal annars mikilvægu hlutverki við öflun erlendra lána fyrir minni sparisjóði, en stóru sjóðirnir annist nú alfarið sjálfir fjármögnun erlendis. „Bankinn hefur í raun breyst úr samstarfsaðila yfir í fjárfestingu og það er í raun rótin að þessum breytingum sem eru að eiga sér stað.“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira