Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum 10. október 2007 00:01 Í Bafta Auditorium í miðborg Lundúna Við háborðið má sjá Hannes Smárason forstjóra, Jón Sigurðsson, Örvar Kærnested og Benedikt Gíslason. Mynd/FL Group 160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group. Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group.
Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira