Lesið í garnir markaðar 5. september 2007 00:01 Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira