Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló 29. ágúst 2007 09:54 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann segir stjórnendum bankans hafa litist vel á kauphöllina í Osló sem fjárfestingarkost. Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kauphöllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hagstætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og sölum upp á síðkastið." Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem gerir hann að næststærsta hluthafanum í félaginu á eftir DNB Nor sem heldur utan um 19,67 prósenta hlut. Kauphallarsamstæðan OMX, sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er einnig með tíu prósenta hlut sem hún eignaðist í október í fyrra. Vöktu þau viðskipti töluverða athygli á sínum tíma, enda höfðu forsvarsmenn OMX lýst yfir áhuga sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló. Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kauphöllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélagsins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa. Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í umsvifum félagsins á liðnum árum. Þannig er veltan í Ósló orðin meiri en í hinum norrænu kauphöllunum og hafa fyrirtæki í orku- og olíugeiranum streymt þangað í stríðum straumum. Eignarhaldsfélagið skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir norskra króna á fyrri hluta ársins, jafnvirði 860 milljóna króna. Það var ríflega fjórtán prósenta aukning á milli ára. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kauphöllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hagstætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og sölum upp á síðkastið." Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem gerir hann að næststærsta hluthafanum í félaginu á eftir DNB Nor sem heldur utan um 19,67 prósenta hlut. Kauphallarsamstæðan OMX, sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er einnig með tíu prósenta hlut sem hún eignaðist í október í fyrra. Vöktu þau viðskipti töluverða athygli á sínum tíma, enda höfðu forsvarsmenn OMX lýst yfir áhuga sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló. Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kauphöllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélagsins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa. Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í umsvifum félagsins á liðnum árum. Þannig er veltan í Ósló orðin meiri en í hinum norrænu kauphöllunum og hafa fyrirtæki í orku- og olíugeiranum streymt þangað í stríðum straumum. Eignarhaldsfélagið skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir norskra króna á fyrri hluta ársins, jafnvirði 860 milljóna króna. Það var ríflega fjórtán prósenta aukning á milli ára.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira