Námsmenn fá frítt í strætó Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. ágúst 2007 05:00 Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun