Stærsti turn heims er á við sjö Hallgrímskirkjur 23. júlí 2007 00:00 Burj- turninn í Dubai er orðinn hæsta bygging heims, þrátt fyrir að framkvæmdir á honum muni ekki taka enda fyrr en undir lok næsta árs. Skýjakljúfurinn er 512 metrar á hæð, fjórum metrum hærri en Taipei 101 turninn í Taívan, sem hefur verið hæstur síðustu þrjú ár. Burj-turninn er á hæð við sjö Hallgrímskirkjur. Ríkisrekna verktakafyrirtækið Emaar Properties í Sameinuðu arabísku furstadæmunum heldur upplýsingum um endanlega hæð Burj-turnsins leyndum. Svo gæti farið að turninn verði yfir 693 metrar að hæð, eða rúmlega níu sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Í turninum verða 160 hæðir, 56 lyftur, lúxusíbúðir, sundlaugar og útsýnispallur á 124. hæð. Bygging skýjakljúfsins hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig, en í mars í fyrra gerðu verkamenn uppreisn og mótmæltu lágum launum sínum. Faglærðir smiðir fengu rétt rúmlega 500 krónur á dag í laun og óbreyttir verkamenn 350 krónur. Í óeirðunum ollu verkamennirnir rúmlega 61 milljónar króna tjóni. Flestir af verkamönnunum fjögur þúsund eru Indverjar. „Turninn er tákn þess að Dubai er heimsborg," sagði Greg Sang, yfirmaður verksins. Borgin er auðug af olíulindum og hefur hagnast gríðarlega að undanförnu. Bygging skýjakljúfsins gæti kostað um 60 milljarða króna, en hann þekur um tvö hundruð hektara svæði, sem er um 1.200 milljarða virði. Turninn mun sjást úr 100 kílómetra fjarlægð, að sögn verktakanna. Verkið hófst fyrir 1.277 dögum og hefur gengið hratt fyrir sig. Á köflum hefur heil hæð verið reist á þremur dögum. „Það er staðreynd lífsins að einhvern tímann mun einhver annar byggja hærri byggingu," segir Sang. Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Burj- turninn í Dubai er orðinn hæsta bygging heims, þrátt fyrir að framkvæmdir á honum muni ekki taka enda fyrr en undir lok næsta árs. Skýjakljúfurinn er 512 metrar á hæð, fjórum metrum hærri en Taipei 101 turninn í Taívan, sem hefur verið hæstur síðustu þrjú ár. Burj-turninn er á hæð við sjö Hallgrímskirkjur. Ríkisrekna verktakafyrirtækið Emaar Properties í Sameinuðu arabísku furstadæmunum heldur upplýsingum um endanlega hæð Burj-turnsins leyndum. Svo gæti farið að turninn verði yfir 693 metrar að hæð, eða rúmlega níu sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Í turninum verða 160 hæðir, 56 lyftur, lúxusíbúðir, sundlaugar og útsýnispallur á 124. hæð. Bygging skýjakljúfsins hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig, en í mars í fyrra gerðu verkamenn uppreisn og mótmæltu lágum launum sínum. Faglærðir smiðir fengu rétt rúmlega 500 krónur á dag í laun og óbreyttir verkamenn 350 krónur. Í óeirðunum ollu verkamennirnir rúmlega 61 milljónar króna tjóni. Flestir af verkamönnunum fjögur þúsund eru Indverjar. „Turninn er tákn þess að Dubai er heimsborg," sagði Greg Sang, yfirmaður verksins. Borgin er auðug af olíulindum og hefur hagnast gríðarlega að undanförnu. Bygging skýjakljúfsins gæti kostað um 60 milljarða króna, en hann þekur um tvö hundruð hektara svæði, sem er um 1.200 milljarða virði. Turninn mun sjást úr 100 kílómetra fjarlægð, að sögn verktakanna. Verkið hófst fyrir 1.277 dögum og hefur gengið hratt fyrir sig. Á köflum hefur heil hæð verið reist á þremur dögum. „Það er staðreynd lífsins að einhvern tímann mun einhver annar byggja hærri byggingu," segir Sang.
Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira