Sjúkraflutningar í ólestri úti á landi 17. júlí 2007 05:00 Líf og heilsa getur beinlínis oltið á því hvar á landinu maður er staddur þegar hann veikist eða verður fyrir slysi. Ljóst er að mikill misbrestur er á sjúkraflutningaþjónustu sums staðar á landinu. Verst mun ástandið vera á Vesturlandi, í kringum Borgarnes og á Snæfellsnesi. Í Borgarfirði er einmitt ein stærsta sumarhúsabyggð landsins, auk þess sem umferð er þar iðulega þung. Á þessum stöðum viðgengst það að einn maður sé sendur á sjúkrabíl í útköll. Þjónusta á þessu stigi þekkist ekki í nokkru landi sem Íslendingar vilja bera sig saman við. Ljóst er að sjúkraflutningaþjónusta verður aldrei sambærileg í dreifðum byggðum við það sem gerist þar sem byggð er þétt og í nágrenni stærri sjúkrahúsa. Hins vegar hlýtur það að teljast lágmarksþjónusta að manna hvern sjúkrabíl alltaf með tveimur mönnum þannig að einn maður sé til staðar til að hlynna að sjúklingi á meðan annar ekur bílnum. Sjúkraflutningamaður á leið á vettvang á ekki að þurfa að velta fyrir sér hvort hann hafi vegfarendur til taks á vettvangi slyss til að liðsinna sér við að koma slösuðum í bílinn. Sjúklingur sem verið er að flytja í sjúkrabíl á ekki heldur að þurfa að kalla til bílstjórans ef hann sjálfur telur sig þurfa á aðstoð að halda. Sjúkraflutningamenn á Íslandi vinna mikið og óeigingjarnt starf. Þeir eru flestir vel menntaðir til starfans, þó því miður séu ekki allir sjúkraflutningamenn á landsbyggðinni með starfsréttindi. Líf og heilsa fólks getur í mörgum tilvikum oltið á því að fagmannlega sé brugðist við á slysstað eða við skyndileg veikindi og að vel takist til um aðhlynningu á þeim tíma sem líður þangað til sjúklingur kemst í hendur lækna á sjúkrahúsi. Til þess að svo geti verið verður að tryggja að hvergi á landinu viðgangist þau vinnubrögð að sjúkraflutningamaður fari einn í útkall. Með því móti getur hann ekki sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt. Það er mikilvægt að því hæfa fólk sem sinnir sjúkraflutningum í landinu séu búnar viðunandi aðstæður til að sinna störfum sínum. Að öðrum kosti er ljóst að starfsmannaveltan eykst. Það eitt og sér dregur enn frekar úr öryggi þeirra sem þurfa að nota þjónustuna. Árið 2005 mæltist Landlæknisembættið til þess að ávallt skyldu tveir menntaðir sjúkraflutningamenn fylgja sjúklingi vegna þess að annað væri ekki forsvaranlegt. Nú tveimur árum seinna er ljóst að ekki er enn farið að þessum tilmælum embættisins um allt land. Haft var eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í vikunni sem leið að hann hefði kallað eftir upplýsingum um sjúkraflutningamál í kjölfar fréttaflutnings og að málið yrði skoðað í ráðuneytinu þegar þær lægju fyrir. Nýjum heilbrigðisráðherra er treystandi til að láta ekki þar við sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun
Líf og heilsa getur beinlínis oltið á því hvar á landinu maður er staddur þegar hann veikist eða verður fyrir slysi. Ljóst er að mikill misbrestur er á sjúkraflutningaþjónustu sums staðar á landinu. Verst mun ástandið vera á Vesturlandi, í kringum Borgarnes og á Snæfellsnesi. Í Borgarfirði er einmitt ein stærsta sumarhúsabyggð landsins, auk þess sem umferð er þar iðulega þung. Á þessum stöðum viðgengst það að einn maður sé sendur á sjúkrabíl í útköll. Þjónusta á þessu stigi þekkist ekki í nokkru landi sem Íslendingar vilja bera sig saman við. Ljóst er að sjúkraflutningaþjónusta verður aldrei sambærileg í dreifðum byggðum við það sem gerist þar sem byggð er þétt og í nágrenni stærri sjúkrahúsa. Hins vegar hlýtur það að teljast lágmarksþjónusta að manna hvern sjúkrabíl alltaf með tveimur mönnum þannig að einn maður sé til staðar til að hlynna að sjúklingi á meðan annar ekur bílnum. Sjúkraflutningamaður á leið á vettvang á ekki að þurfa að velta fyrir sér hvort hann hafi vegfarendur til taks á vettvangi slyss til að liðsinna sér við að koma slösuðum í bílinn. Sjúklingur sem verið er að flytja í sjúkrabíl á ekki heldur að þurfa að kalla til bílstjórans ef hann sjálfur telur sig þurfa á aðstoð að halda. Sjúkraflutningamenn á Íslandi vinna mikið og óeigingjarnt starf. Þeir eru flestir vel menntaðir til starfans, þó því miður séu ekki allir sjúkraflutningamenn á landsbyggðinni með starfsréttindi. Líf og heilsa fólks getur í mörgum tilvikum oltið á því að fagmannlega sé brugðist við á slysstað eða við skyndileg veikindi og að vel takist til um aðhlynningu á þeim tíma sem líður þangað til sjúklingur kemst í hendur lækna á sjúkrahúsi. Til þess að svo geti verið verður að tryggja að hvergi á landinu viðgangist þau vinnubrögð að sjúkraflutningamaður fari einn í útkall. Með því móti getur hann ekki sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt. Það er mikilvægt að því hæfa fólk sem sinnir sjúkraflutningum í landinu séu búnar viðunandi aðstæður til að sinna störfum sínum. Að öðrum kosti er ljóst að starfsmannaveltan eykst. Það eitt og sér dregur enn frekar úr öryggi þeirra sem þurfa að nota þjónustuna. Árið 2005 mæltist Landlæknisembættið til þess að ávallt skyldu tveir menntaðir sjúkraflutningamenn fylgja sjúklingi vegna þess að annað væri ekki forsvaranlegt. Nú tveimur árum seinna er ljóst að ekki er enn farið að þessum tilmælum embættisins um allt land. Haft var eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í vikunni sem leið að hann hefði kallað eftir upplýsingum um sjúkraflutningamál í kjölfar fréttaflutnings og að málið yrði skoðað í ráðuneytinu þegar þær lægju fyrir. Nýjum heilbrigðisráðherra er treystandi til að láta ekki þar við sitja.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun