Tónleikar í Sigurjónssafni 9. júlí 2007 06:00 Árlegir sumartónleikar Listasafns Sigurjóns hófu göngu sína sumarið 1989. Tónleikaröðin þótti kærkomin viðbót við menningarlífið í borginni því framan af voru þetta einu reglulegu tónlistarviðburðir á sumrin í Reykjavík. Fyrir utan vandaða tónlist og flutning einkennir það tónleikana að vera fremur stuttir. Þeir hefjast klukkan 20:30 og standa í um klukkustund sem hentar flestum á löngum sumarkvöldum. Eftir tónleika þykir flytjendum og gestum afar notalegt að njóta veitinga í kaffistofu safnsins fyrir opnu hafinu og síðbúnu sólarlaginu á sundunum. Ásókn er mikil meðal tónlistarfólks að fá að leika á tónleikunum og í lok umsóknarfrests, um miðjan febrúar síðast liðinn, höfðu um helmingi fleiri sótt um en hægt var að sinna. Fyrstu tónleikar sumarsins verða á þriðjudagskvöldið kl. 20:30: Söngtríóið Live from New York er skipað söngvurum úr kór Metropolitan Óperunnar í New York, Constance Green sópran, Ellen Lang mezzósópran og Irwin Reese tenór, ásamt píanóleikaranum Robert Rogers. Þau flytja ameríska söngleikja- og óperutónlist ásamt afrísk-amerískum þjóðlögum. Upplýsingar um tónleikaröðina má finna netsíðum safnsins (www.lso.is) og þar má nálgast efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Árlegir sumartónleikar Listasafns Sigurjóns hófu göngu sína sumarið 1989. Tónleikaröðin þótti kærkomin viðbót við menningarlífið í borginni því framan af voru þetta einu reglulegu tónlistarviðburðir á sumrin í Reykjavík. Fyrir utan vandaða tónlist og flutning einkennir það tónleikana að vera fremur stuttir. Þeir hefjast klukkan 20:30 og standa í um klukkustund sem hentar flestum á löngum sumarkvöldum. Eftir tónleika þykir flytjendum og gestum afar notalegt að njóta veitinga í kaffistofu safnsins fyrir opnu hafinu og síðbúnu sólarlaginu á sundunum. Ásókn er mikil meðal tónlistarfólks að fá að leika á tónleikunum og í lok umsóknarfrests, um miðjan febrúar síðast liðinn, höfðu um helmingi fleiri sótt um en hægt var að sinna. Fyrstu tónleikar sumarsins verða á þriðjudagskvöldið kl. 20:30: Söngtríóið Live from New York er skipað söngvurum úr kór Metropolitan Óperunnar í New York, Constance Green sópran, Ellen Lang mezzósópran og Irwin Reese tenór, ásamt píanóleikaranum Robert Rogers. Þau flytja ameríska söngleikja- og óperutónlist ásamt afrísk-amerískum þjóðlögum. Upplýsingar um tónleikaröðina má finna netsíðum safnsins (www.lso.is) og þar má nálgast efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira