Finnur verður framkvæmdastjóri 28. júní 2007 06:00 Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. Fram að framkvæmdastjóraskiptum ætlar Finnur að ganga frá lausum endum og koma nýjum manni inn í starf forstöðumanns. Sá verður Aðalsteinn Leifsson sem einnig gegnir stöðu lektors við HR. Hvort einhverra breytinga á skipulagi Viðskiptaráðs sé að vænta segist Finnur ekki geta sagt til um enn. Hins vegar sé ljóst að hann muni áfram vinna ötullega að því markmiði Viðskiptaráðs að tryggja að hér á landi sé gott viðskiptaumhverfi.Stofnar sjóð fyrir konurHalla Tómasdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs undir lok árs 2005. Hún staðfesti í gær þær sögusagnir að hún hygðist láta af störfum til að stofna fjárfestingarsjóð. Sá verður sérstakur fyrir þær sakir að hann mun beina sjónum að kvennafyrirtækjum. Það kemur ekki á óvart að Halla skuli snúa sér í þessa átt.Hún hefur verið virk í þeirri baráttu að auka hlut kvenna í viðskiptalífinu. Þar að auki þykir hún hafa næmt nef fyrir ónýttum tækifærum. Halla hefur verið ein allt of fárra íslenskra kvenna sem hafa verið áberandi á viðskiptasíðum dagblaðanna. Missir verður að henni þar. Þess er þó að vænta að hún hverfi ekki frá nema í stutta stund og komi aftur sterk inn með haustinu á nýjum vettvangi. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. Fram að framkvæmdastjóraskiptum ætlar Finnur að ganga frá lausum endum og koma nýjum manni inn í starf forstöðumanns. Sá verður Aðalsteinn Leifsson sem einnig gegnir stöðu lektors við HR. Hvort einhverra breytinga á skipulagi Viðskiptaráðs sé að vænta segist Finnur ekki geta sagt til um enn. Hins vegar sé ljóst að hann muni áfram vinna ötullega að því markmiði Viðskiptaráðs að tryggja að hér á landi sé gott viðskiptaumhverfi.Stofnar sjóð fyrir konurHalla Tómasdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs undir lok árs 2005. Hún staðfesti í gær þær sögusagnir að hún hygðist láta af störfum til að stofna fjárfestingarsjóð. Sá verður sérstakur fyrir þær sakir að hann mun beina sjónum að kvennafyrirtækjum. Það kemur ekki á óvart að Halla skuli snúa sér í þessa átt.Hún hefur verið virk í þeirri baráttu að auka hlut kvenna í viðskiptalífinu. Þar að auki þykir hún hafa næmt nef fyrir ónýttum tækifærum. Halla hefur verið ein allt of fárra íslenskra kvenna sem hafa verið áberandi á viðskiptasíðum dagblaðanna. Missir verður að henni þar. Þess er þó að vænta að hún hverfi ekki frá nema í stutta stund og komi aftur sterk inn með haustinu á nýjum vettvangi.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira