Ný Evrópa án okkar 27. júní 2007 07:15 Leiðtoga ríkja Evrópusambandsins bíður nú það miserfiða verkefni að sannfæra íbúa landa sinna um ágæti nýs stjórnskipunarsáttmála sem þeir lönduðu eftir nokkurn barning í Brussel á föstudaginn. Þessi nýi sáttmáli er reyndar, að mati bæði stuðningsmanna og andstæðinga nánari samruna innan Evrópusambandsins, lítt dulbúin útgáfa af stjórnarskránni sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum árið 2005 og átti þar með að vera úr sögunni. Úrslit þeirra kosninga hafa gjarnan skyggt á þá staðreynd að 18 af 27 aðildarríkjum sambandsins samþykktu stjórnarskrána. Á fundi þessara sömu 18 ríkja í Madrid síðastliðinn vetur blessuðu fjögur ríki til viðbótar helstu grundvallaratriði stjórnarskrárinnar. Sá eindregni stuðningur hefur ekki lítið að segja um þetta nýja líf stjórnarskrárinnar eftir létta andlitslyftingu og nafnaskiptin. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að leið nýja sáttmálans til samþykktar verður greið í langflestum ríkjum Evrópusambandsins. Stóra spurningin, og sú sem skiptir öllu máli, er hver örlög hans verða í þeim löndum þar sem mótstaðan var mest við stjórnarskrána. Reiknað er með að flest aðildarríkin velji að leita aðeins eftir samþykki þjóðþinga sinna í stað þess að leggja sáttmálann í dóm kjósenda. Þó verður örugglega efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi. Ekki er ólíklegt að sama gildi um Danmörku og Holland en meiri óvissa ríkir um hvernig verður staðið að málum í Bretlandi, þar sem sögulega hefur verið hvað mest andstaða við nánari samruna innan Evrópusambandsins. Þótt við Íslendingar séum ekki aðilar að Evrópusambandinu verður fróðlegt fyrir okkur að fylgjast með málefnabaráttunni sem er framundan í þeim löndum sem efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sáttmálann. Sjálf framtíð Evrópusambandsins mun kristallast í þeim átökum. Stuðningsmenn nánari samvinnu hafa bent á að á tímum sívaxandi alþjóðavæðingar minnki vægi þjóðlanda hratt. Í grein sem skoski sagnfræðingurinn og Harvard-prófessorinn Niall Ferguson skrifaði í The Sunday Telegraph um helgina, orðaði hann þetta á þá leið að „valið sé ekki lengur á milli utanríkisstefnu þjóða og utanríkisstefnu Evrópu, heldur milli áhrifaleysis þjóðar og áhrifamáttar samstöðunnar". Í hnotskurn má segja að afdrif hins nýja stjórnskipunarsáttmála Evrópu velti á hvort það sé rétt mat að áhrifatími einstakra ríkja innan álfunnar sé að baki og að Evrópuríki þurfi að standa saman til að ná máli í samfélagi þjóðanna. Ekki er nokkur vafi að í þeim efnum eru menn ekki síst með hugann við Kína og Indland sem glittir í við sjóndeildarhringinn á leið sinni til sívaxandi áhrifa á heimsvísu. Það hlýtur að vera nokkuð umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga að milljónaþjóðir Evrópu telji ástæðu til að þjappa sér þéttar saman á sama tíma og við kjósum að vera utangarðs. Um þessar mundir njótum við velvildar sameinaðrar Evrópu. Með tíð og tíma getur sú staða hæglega breyst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Leiðtoga ríkja Evrópusambandsins bíður nú það miserfiða verkefni að sannfæra íbúa landa sinna um ágæti nýs stjórnskipunarsáttmála sem þeir lönduðu eftir nokkurn barning í Brussel á föstudaginn. Þessi nýi sáttmáli er reyndar, að mati bæði stuðningsmanna og andstæðinga nánari samruna innan Evrópusambandsins, lítt dulbúin útgáfa af stjórnarskránni sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum árið 2005 og átti þar með að vera úr sögunni. Úrslit þeirra kosninga hafa gjarnan skyggt á þá staðreynd að 18 af 27 aðildarríkjum sambandsins samþykktu stjórnarskrána. Á fundi þessara sömu 18 ríkja í Madrid síðastliðinn vetur blessuðu fjögur ríki til viðbótar helstu grundvallaratriði stjórnarskrárinnar. Sá eindregni stuðningur hefur ekki lítið að segja um þetta nýja líf stjórnarskrárinnar eftir létta andlitslyftingu og nafnaskiptin. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að leið nýja sáttmálans til samþykktar verður greið í langflestum ríkjum Evrópusambandsins. Stóra spurningin, og sú sem skiptir öllu máli, er hver örlög hans verða í þeim löndum þar sem mótstaðan var mest við stjórnarskrána. Reiknað er með að flest aðildarríkin velji að leita aðeins eftir samþykki þjóðþinga sinna í stað þess að leggja sáttmálann í dóm kjósenda. Þó verður örugglega efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi. Ekki er ólíklegt að sama gildi um Danmörku og Holland en meiri óvissa ríkir um hvernig verður staðið að málum í Bretlandi, þar sem sögulega hefur verið hvað mest andstaða við nánari samruna innan Evrópusambandsins. Þótt við Íslendingar séum ekki aðilar að Evrópusambandinu verður fróðlegt fyrir okkur að fylgjast með málefnabaráttunni sem er framundan í þeim löndum sem efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sáttmálann. Sjálf framtíð Evrópusambandsins mun kristallast í þeim átökum. Stuðningsmenn nánari samvinnu hafa bent á að á tímum sívaxandi alþjóðavæðingar minnki vægi þjóðlanda hratt. Í grein sem skoski sagnfræðingurinn og Harvard-prófessorinn Niall Ferguson skrifaði í The Sunday Telegraph um helgina, orðaði hann þetta á þá leið að „valið sé ekki lengur á milli utanríkisstefnu þjóða og utanríkisstefnu Evrópu, heldur milli áhrifaleysis þjóðar og áhrifamáttar samstöðunnar". Í hnotskurn má segja að afdrif hins nýja stjórnskipunarsáttmála Evrópu velti á hvort það sé rétt mat að áhrifatími einstakra ríkja innan álfunnar sé að baki og að Evrópuríki þurfi að standa saman til að ná máli í samfélagi þjóðanna. Ekki er nokkur vafi að í þeim efnum eru menn ekki síst með hugann við Kína og Indland sem glittir í við sjóndeildarhringinn á leið sinni til sívaxandi áhrifa á heimsvísu. Það hlýtur að vera nokkuð umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga að milljónaþjóðir Evrópu telji ástæðu til að þjappa sér þéttar saman á sama tíma og við kjósum að vera utangarðs. Um þessar mundir njótum við velvildar sameinaðrar Evrópu. Með tíð og tíma getur sú staða hæglega breyst.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun