Samstarf sem allir hagnast á 27. júní 2007 03:15 Samningur Alþjóðahússins við Landsbankann hljóðar upp á tíu milljónir króna. Það er nóg til að tryggja rekstur Alþjóðahússins út árið 2007. Samningurinn tekur auk þess til samstarfs á hinum ýmsu sviðum. Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!" Viðskipti Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!"
Viðskipti Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira