Kaupþing selur um þrettán milljarða „samúræjabréf“ 27. júní 2007 00:30 Kaupþing gefur út 25 milljarða jena í Japan á mun betri kjörum en fengust við fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í fyrrahaust. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings, segir að vel hafi gengið að sækja lánsfé til Japans. „Þetta er hluti af áhættudreifingu á okkar fjármögnun að sækja inn á nýja markaði. Við viljum kroppa smá upphæðir hér og þar án þess að hafa of mikil áhrif á kjörin á markaðnum.“ Hann bendir á að kjörin hafi batnað mikið frá því í september þegar Kaupþing fór í sínu fyrstu útgáfu í Japan sem nam fimmtíu milljörðum jena. Breytingar á markaðsaðstæðum valda þessu en einnig er Kaupþing orðið þekktara nafn meðal japanskra fjárfesta og hefur japanskt lánshæfismat í vasanum. Guðni segir að Kaupþing vilji sækja fjármögnun inn í Asíu. Indland, Kína og Suður-Kórea eru í sigtinu hjá Kaupþingsmönnum, meðal annars til að fylgja eftir starfseminni í Mið-Austurlöndum. Fyrr á árinu fór bankinn í fyrsta skipti inn í Kanada. Kaupþing hefur selt víkjandi skuldabréf að upphæð 250 milljónir evra, um 21 milljarður króna, til 66 fjárfesta. „Útgáfan er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að mæta vexti í vaxandi banka,“ segir Guðni. Bréfin teljast með eiginfjárþætti A (Tier 1) og bera 6,75 prósenta fasta vexti án lokagjalddaga. Þau eru þó innkallanleg af hálfu útgefanda að fimm árum liðnum. „Við gerum þetta reglulega að bæta við víkjandi skuldabréfum. Markaðsaðstæður hafa verið góðar á síðustu vikum og því létum við slag standa.“ Markmið Kaupþings er að eiginfjárhlutfall A sé yfir átta prósentum en það var vel yfir þeim mörkum við lok fyrsta ársfjórðungs. Guðni segir að eiginfjárhlutfallið hækki um 0,8 prósentustig. Fjórir bankar, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank og HSBC, önnuðust útgáfuna. Viðskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings, segir að vel hafi gengið að sækja lánsfé til Japans. „Þetta er hluti af áhættudreifingu á okkar fjármögnun að sækja inn á nýja markaði. Við viljum kroppa smá upphæðir hér og þar án þess að hafa of mikil áhrif á kjörin á markaðnum.“ Hann bendir á að kjörin hafi batnað mikið frá því í september þegar Kaupþing fór í sínu fyrstu útgáfu í Japan sem nam fimmtíu milljörðum jena. Breytingar á markaðsaðstæðum valda þessu en einnig er Kaupþing orðið þekktara nafn meðal japanskra fjárfesta og hefur japanskt lánshæfismat í vasanum. Guðni segir að Kaupþing vilji sækja fjármögnun inn í Asíu. Indland, Kína og Suður-Kórea eru í sigtinu hjá Kaupþingsmönnum, meðal annars til að fylgja eftir starfseminni í Mið-Austurlöndum. Fyrr á árinu fór bankinn í fyrsta skipti inn í Kanada. Kaupþing hefur selt víkjandi skuldabréf að upphæð 250 milljónir evra, um 21 milljarður króna, til 66 fjárfesta. „Útgáfan er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að mæta vexti í vaxandi banka,“ segir Guðni. Bréfin teljast með eiginfjárþætti A (Tier 1) og bera 6,75 prósenta fasta vexti án lokagjalddaga. Þau eru þó innkallanleg af hálfu útgefanda að fimm árum liðnum. „Við gerum þetta reglulega að bæta við víkjandi skuldabréfum. Markaðsaðstæður hafa verið góðar á síðustu vikum og því létum við slag standa.“ Markmið Kaupþings er að eiginfjárhlutfall A sé yfir átta prósentum en það var vel yfir þeim mörkum við lok fyrsta ársfjórðungs. Guðni segir að eiginfjárhlutfallið hækki um 0,8 prósentustig. Fjórir bankar, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank og HSBC, önnuðust útgáfuna.
Viðskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira