Gætum dottið inn í undanúrslitin 27. júní 2007 02:00 Þar sem Microsoft hefur reist netþjónabú hafa yfirleitt fleiri fyrirtæki fylgt á eftir. Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir byggingu netþjónabúa hafa mikil keðjuverkandi áhrif. Markaðurinn/GVA „Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. Ísland er þar á meðal. Málin skýrast í byrjun júlí en þá verða þrjú lönd valin til frekari skoðunar. Halldór segir Microsoft skoða 31 atriði varðandi hagkvæmni þess að reisa netþjónabú áður en ákvörðun verður tekin. Þar er á meðal er raforkuverð, tengingar við umheiminn og lóðaverð. „Þeir skoða meira að segja verð á sementi,“ bendir Halldór og bætir við að til skoðunar sé að reisa eitt bú þótt gjarnan hafi fyrirtækið reist tvö á svipuðum tíma. Tíminn muni leiða í ljós hvort af verkefninu verði. Ekki liggur fyrir hvar Microsoft geti hugsað sér að reisa netþjónabú. Nálægðin við raforku og ljósleiðara skipta höfuðmáli. Halldór bendir á að jafnvel geti fyrirtækið reist búið þar sem sæstrengurinn kemur til landsins fyrir austan. Þegar nýi sæstrengurinn verður lagður kemur hann inn í landið á öðrum stað og geti hann allt eins orðið fyrir valinu, að sögn Halldórs. „Þetta skýrist allt í næsta mánuði. Ef Ísland kemst í þriggja landa úrslitin sendir Microsoft þrjá vinnuhópa hingað sem skoða hvert sitt atriðið,“ segir hann. Halldór segir netþjónabú hafa komið í stað stóriðju og álvera í nokkrum löndum. Þar hafi verið veitt ýmsar skattalegar ívilnanir vegna þessa og megi vel hugsa sér að stjórnvöld hér bjóði eitthvað slíkt þegar fram í sæki. „Þar sem Microsoft byggir netþjónabú laðar það að sér gífurlega mikið af öðrum erlendum aðilum sem vilja gera svipaða hluti eða þjónusta þau. Það má því gera ráð fyrir keðjuverkandi áhrifum af byggingu netþjónabúa,“ segir hann og bendir á að í Quincy í Washingtonríki í Bandaríkjunum þar sem Microsoft reisti bú í fyrra hafi fleiri fyrirtæki, svo sem þróunarsetur um ákveðin verkefni, fylgt í kjölfarið. „Ég held að netþjónabúin verði samkeppnisvöllur framtíðarinnar. Að eiga netþjónabúin, reiknigetuna og plássið mun skera úr um það hvaða upplýsingafyrirtæki muni í framtíðinni verða stærst í heimi,“ segir Halldór. Undir smásjánni Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira
„Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. Ísland er þar á meðal. Málin skýrast í byrjun júlí en þá verða þrjú lönd valin til frekari skoðunar. Halldór segir Microsoft skoða 31 atriði varðandi hagkvæmni þess að reisa netþjónabú áður en ákvörðun verður tekin. Þar er á meðal er raforkuverð, tengingar við umheiminn og lóðaverð. „Þeir skoða meira að segja verð á sementi,“ bendir Halldór og bætir við að til skoðunar sé að reisa eitt bú þótt gjarnan hafi fyrirtækið reist tvö á svipuðum tíma. Tíminn muni leiða í ljós hvort af verkefninu verði. Ekki liggur fyrir hvar Microsoft geti hugsað sér að reisa netþjónabú. Nálægðin við raforku og ljósleiðara skipta höfuðmáli. Halldór bendir á að jafnvel geti fyrirtækið reist búið þar sem sæstrengurinn kemur til landsins fyrir austan. Þegar nýi sæstrengurinn verður lagður kemur hann inn í landið á öðrum stað og geti hann allt eins orðið fyrir valinu, að sögn Halldórs. „Þetta skýrist allt í næsta mánuði. Ef Ísland kemst í þriggja landa úrslitin sendir Microsoft þrjá vinnuhópa hingað sem skoða hvert sitt atriðið,“ segir hann. Halldór segir netþjónabú hafa komið í stað stóriðju og álvera í nokkrum löndum. Þar hafi verið veitt ýmsar skattalegar ívilnanir vegna þessa og megi vel hugsa sér að stjórnvöld hér bjóði eitthvað slíkt þegar fram í sæki. „Þar sem Microsoft byggir netþjónabú laðar það að sér gífurlega mikið af öðrum erlendum aðilum sem vilja gera svipaða hluti eða þjónusta þau. Það má því gera ráð fyrir keðjuverkandi áhrifum af byggingu netþjónabúa,“ segir hann og bendir á að í Quincy í Washingtonríki í Bandaríkjunum þar sem Microsoft reisti bú í fyrra hafi fleiri fyrirtæki, svo sem þróunarsetur um ákveðin verkefni, fylgt í kjölfarið. „Ég held að netþjónabúin verði samkeppnisvöllur framtíðarinnar. Að eiga netþjónabúin, reiknigetuna og plássið mun skera úr um það hvaða upplýsingafyrirtæki muni í framtíðinni verða stærst í heimi,“ segir Halldór.
Undir smásjánni Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira