Gætum dottið inn í undanúrslitin 27. júní 2007 02:00 Þar sem Microsoft hefur reist netþjónabú hafa yfirleitt fleiri fyrirtæki fylgt á eftir. Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir byggingu netþjónabúa hafa mikil keðjuverkandi áhrif. Markaðurinn/GVA „Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. Ísland er þar á meðal. Málin skýrast í byrjun júlí en þá verða þrjú lönd valin til frekari skoðunar. Halldór segir Microsoft skoða 31 atriði varðandi hagkvæmni þess að reisa netþjónabú áður en ákvörðun verður tekin. Þar er á meðal er raforkuverð, tengingar við umheiminn og lóðaverð. „Þeir skoða meira að segja verð á sementi,“ bendir Halldór og bætir við að til skoðunar sé að reisa eitt bú þótt gjarnan hafi fyrirtækið reist tvö á svipuðum tíma. Tíminn muni leiða í ljós hvort af verkefninu verði. Ekki liggur fyrir hvar Microsoft geti hugsað sér að reisa netþjónabú. Nálægðin við raforku og ljósleiðara skipta höfuðmáli. Halldór bendir á að jafnvel geti fyrirtækið reist búið þar sem sæstrengurinn kemur til landsins fyrir austan. Þegar nýi sæstrengurinn verður lagður kemur hann inn í landið á öðrum stað og geti hann allt eins orðið fyrir valinu, að sögn Halldórs. „Þetta skýrist allt í næsta mánuði. Ef Ísland kemst í þriggja landa úrslitin sendir Microsoft þrjá vinnuhópa hingað sem skoða hvert sitt atriðið,“ segir hann. Halldór segir netþjónabú hafa komið í stað stóriðju og álvera í nokkrum löndum. Þar hafi verið veitt ýmsar skattalegar ívilnanir vegna þessa og megi vel hugsa sér að stjórnvöld hér bjóði eitthvað slíkt þegar fram í sæki. „Þar sem Microsoft byggir netþjónabú laðar það að sér gífurlega mikið af öðrum erlendum aðilum sem vilja gera svipaða hluti eða þjónusta þau. Það má því gera ráð fyrir keðjuverkandi áhrifum af byggingu netþjónabúa,“ segir hann og bendir á að í Quincy í Washingtonríki í Bandaríkjunum þar sem Microsoft reisti bú í fyrra hafi fleiri fyrirtæki, svo sem þróunarsetur um ákveðin verkefni, fylgt í kjölfarið. „Ég held að netþjónabúin verði samkeppnisvöllur framtíðarinnar. Að eiga netþjónabúin, reiknigetuna og plássið mun skera úr um það hvaða upplýsingafyrirtæki muni í framtíðinni verða stærst í heimi,“ segir Halldór. Undir smásjánni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
„Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. Ísland er þar á meðal. Málin skýrast í byrjun júlí en þá verða þrjú lönd valin til frekari skoðunar. Halldór segir Microsoft skoða 31 atriði varðandi hagkvæmni þess að reisa netþjónabú áður en ákvörðun verður tekin. Þar er á meðal er raforkuverð, tengingar við umheiminn og lóðaverð. „Þeir skoða meira að segja verð á sementi,“ bendir Halldór og bætir við að til skoðunar sé að reisa eitt bú þótt gjarnan hafi fyrirtækið reist tvö á svipuðum tíma. Tíminn muni leiða í ljós hvort af verkefninu verði. Ekki liggur fyrir hvar Microsoft geti hugsað sér að reisa netþjónabú. Nálægðin við raforku og ljósleiðara skipta höfuðmáli. Halldór bendir á að jafnvel geti fyrirtækið reist búið þar sem sæstrengurinn kemur til landsins fyrir austan. Þegar nýi sæstrengurinn verður lagður kemur hann inn í landið á öðrum stað og geti hann allt eins orðið fyrir valinu, að sögn Halldórs. „Þetta skýrist allt í næsta mánuði. Ef Ísland kemst í þriggja landa úrslitin sendir Microsoft þrjá vinnuhópa hingað sem skoða hvert sitt atriðið,“ segir hann. Halldór segir netþjónabú hafa komið í stað stóriðju og álvera í nokkrum löndum. Þar hafi verið veitt ýmsar skattalegar ívilnanir vegna þessa og megi vel hugsa sér að stjórnvöld hér bjóði eitthvað slíkt þegar fram í sæki. „Þar sem Microsoft byggir netþjónabú laðar það að sér gífurlega mikið af öðrum erlendum aðilum sem vilja gera svipaða hluti eða þjónusta þau. Það má því gera ráð fyrir keðjuverkandi áhrifum af byggingu netþjónabúa,“ segir hann og bendir á að í Quincy í Washingtonríki í Bandaríkjunum þar sem Microsoft reisti bú í fyrra hafi fleiri fyrirtæki, svo sem þróunarsetur um ákveðin verkefni, fylgt í kjölfarið. „Ég held að netþjónabúin verði samkeppnisvöllur framtíðarinnar. Að eiga netþjónabúin, reiknigetuna og plássið mun skera úr um það hvaða upplýsingafyrirtæki muni í framtíðinni verða stærst í heimi,“ segir Halldór.
Undir smásjánni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira