Viðtökur Íslendinga langt framar vonum 20. júní 2007 06:00 Kruger óttast ekki að hætt verði við uppbyggingu álvers í Helguvík. Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins." Undir smásjánni Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins."
Undir smásjánni Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira