Zodiac - fjórar stjörnur 22. maí 2007 00:01 Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Myndasöguhöfundurinn Robert Graysmith komst næst því að ráða gátuna um hver Zodiac væri og byggir myndin á samnefndri metsölubók hans. Graysmith starfaði sem skopmyndahöfundur hjá San Francisco Chronicle en Zodiac sendi meðal annars bréfin sín þangað. Zodiac-myndinni má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn beinir sjónum að skrifum blaðamannsins drykkfellda Robert Avery um málið og flókinni rannsókn lögreglumannsins David Toschi þegar Zodiac-morðinginn var enn á kreiki en seinni hluti myndarinnar fjallar um grúsk Graysmith í alls kyns rykföllnum skjölum þegar Zodiac-morðinginn var flestum gleymdur og grafinn. Leikstjóranum David Fincher bregst ekki bogalistin í Zodiac þótt honum virðist vera orðið tamt að teygja lopann um of. Fincher hefur hins vegar gott auga fyrir því hvernig á að byggja upp spennu og halda áhorfandanum við efnið án þess að notast við blóðugt ofbeldi eða eltingarleiki. Styrkur Zodiac liggur þó fyrst og fremst í snilldarlega skrifuðu handriti James Vanderbilt og leik þeirra Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og Jake Gyllenhaal. Downey gæti hafa farið langt með að tryggja sér Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn sem hinn ofurdjúsaði og drykkfelldi Avery. Gyllenhaal fer létt með að vera skátinn Graysmith og Ruffalo kemur skemmtilega á óvart sem lögreglumaðurinn Toschi. Zodiac stendur undir væntingum og er enn ein rósin í hnappagatið hjá Fincher. Hún er hins vegar í lengsta lagi og gætu óþolinmóðir því átt erfitt með sig undir rest þótt þeir lifi eflaust lokin af. Freyr Gígja Gunnarsson Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Myndasöguhöfundurinn Robert Graysmith komst næst því að ráða gátuna um hver Zodiac væri og byggir myndin á samnefndri metsölubók hans. Graysmith starfaði sem skopmyndahöfundur hjá San Francisco Chronicle en Zodiac sendi meðal annars bréfin sín þangað. Zodiac-myndinni má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn beinir sjónum að skrifum blaðamannsins drykkfellda Robert Avery um málið og flókinni rannsókn lögreglumannsins David Toschi þegar Zodiac-morðinginn var enn á kreiki en seinni hluti myndarinnar fjallar um grúsk Graysmith í alls kyns rykföllnum skjölum þegar Zodiac-morðinginn var flestum gleymdur og grafinn. Leikstjóranum David Fincher bregst ekki bogalistin í Zodiac þótt honum virðist vera orðið tamt að teygja lopann um of. Fincher hefur hins vegar gott auga fyrir því hvernig á að byggja upp spennu og halda áhorfandanum við efnið án þess að notast við blóðugt ofbeldi eða eltingarleiki. Styrkur Zodiac liggur þó fyrst og fremst í snilldarlega skrifuðu handriti James Vanderbilt og leik þeirra Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og Jake Gyllenhaal. Downey gæti hafa farið langt með að tryggja sér Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn sem hinn ofurdjúsaði og drykkfelldi Avery. Gyllenhaal fer létt með að vera skátinn Graysmith og Ruffalo kemur skemmtilega á óvart sem lögreglumaðurinn Toschi. Zodiac stendur undir væntingum og er enn ein rósin í hnappagatið hjá Fincher. Hún er hins vegar í lengsta lagi og gætu óþolinmóðir því átt erfitt með sig undir rest þótt þeir lifi eflaust lokin af. Freyr Gígja Gunnarsson
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira