Zodiac - fjórar stjörnur 22. maí 2007 00:01 Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Myndasöguhöfundurinn Robert Graysmith komst næst því að ráða gátuna um hver Zodiac væri og byggir myndin á samnefndri metsölubók hans. Graysmith starfaði sem skopmyndahöfundur hjá San Francisco Chronicle en Zodiac sendi meðal annars bréfin sín þangað. Zodiac-myndinni má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn beinir sjónum að skrifum blaðamannsins drykkfellda Robert Avery um málið og flókinni rannsókn lögreglumannsins David Toschi þegar Zodiac-morðinginn var enn á kreiki en seinni hluti myndarinnar fjallar um grúsk Graysmith í alls kyns rykföllnum skjölum þegar Zodiac-morðinginn var flestum gleymdur og grafinn. Leikstjóranum David Fincher bregst ekki bogalistin í Zodiac þótt honum virðist vera orðið tamt að teygja lopann um of. Fincher hefur hins vegar gott auga fyrir því hvernig á að byggja upp spennu og halda áhorfandanum við efnið án þess að notast við blóðugt ofbeldi eða eltingarleiki. Styrkur Zodiac liggur þó fyrst og fremst í snilldarlega skrifuðu handriti James Vanderbilt og leik þeirra Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og Jake Gyllenhaal. Downey gæti hafa farið langt með að tryggja sér Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn sem hinn ofurdjúsaði og drykkfelldi Avery. Gyllenhaal fer létt með að vera skátinn Graysmith og Ruffalo kemur skemmtilega á óvart sem lögreglumaðurinn Toschi. Zodiac stendur undir væntingum og er enn ein rósin í hnappagatið hjá Fincher. Hún er hins vegar í lengsta lagi og gætu óþolinmóðir því átt erfitt með sig undir rest þótt þeir lifi eflaust lokin af. Freyr Gígja Gunnarsson Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Myndasöguhöfundurinn Robert Graysmith komst næst því að ráða gátuna um hver Zodiac væri og byggir myndin á samnefndri metsölubók hans. Graysmith starfaði sem skopmyndahöfundur hjá San Francisco Chronicle en Zodiac sendi meðal annars bréfin sín þangað. Zodiac-myndinni má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn beinir sjónum að skrifum blaðamannsins drykkfellda Robert Avery um málið og flókinni rannsókn lögreglumannsins David Toschi þegar Zodiac-morðinginn var enn á kreiki en seinni hluti myndarinnar fjallar um grúsk Graysmith í alls kyns rykföllnum skjölum þegar Zodiac-morðinginn var flestum gleymdur og grafinn. Leikstjóranum David Fincher bregst ekki bogalistin í Zodiac þótt honum virðist vera orðið tamt að teygja lopann um of. Fincher hefur hins vegar gott auga fyrir því hvernig á að byggja upp spennu og halda áhorfandanum við efnið án þess að notast við blóðugt ofbeldi eða eltingarleiki. Styrkur Zodiac liggur þó fyrst og fremst í snilldarlega skrifuðu handriti James Vanderbilt og leik þeirra Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og Jake Gyllenhaal. Downey gæti hafa farið langt með að tryggja sér Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn sem hinn ofurdjúsaði og drykkfelldi Avery. Gyllenhaal fer létt með að vera skátinn Graysmith og Ruffalo kemur skemmtilega á óvart sem lögreglumaðurinn Toschi. Zodiac stendur undir væntingum og er enn ein rósin í hnappagatið hjá Fincher. Hún er hins vegar í lengsta lagi og gætu óþolinmóðir því átt erfitt með sig undir rest þótt þeir lifi eflaust lokin af. Freyr Gígja Gunnarsson
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira