Jarðarbúar hafa ráð á að stöðva hlýnun 5. maí 2007 02:00 Öryggisvörður í Bangkok, þar sem vísindamenn hafa unnið að lokagerð þriðja hluta loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna, var með grímu fyrir vitum sér vegna mengunar í borginni. fréttablaðið/AP Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“ Vísindi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“
Vísindi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira