Vinnan er rétt að hefjast 18. apríl 2007 00:01 Starfsmannaskrifstofu Hrund Sveinsdóttir og Sverrir Jónsson eru sérfræðingar á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hrund segir að þegar liggi fyrir niðurstöður úr könnun sem verið er að gera meðal forstöðumanna ríkisstofnana verði línur lagðar um til hvaða aðgerða verði gripið þar sem úrbóta er talið þörf. MYND/Anton Brink Þegar liggja fyrir niðurstöður, bæði úr könnun á starfsumhverfi opinberra starfsmanna og sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna, verður rýnt í þær og leitað tækifæra til úrbóta í starfsmannamálum þar sem þeirra gerist þörf, að sögn Hrundar Sveinsdóttur, sérfræðings á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Á starfsmannaskrifstofunni er unnið að starfsmannamálum ríkisins, svo sem kjarasamningum og lagaumhverfi auk þess skrifstofan hefur fetað sig áfram í mannauðsstjórnun. „Starfsmannaskrifstofan leggur áherslu á að leitað sé tækifæra til umbóta á vettvangi starfsmannamála hjá ríkinu og könnunin styður þau markmið," segir Hrund. Næsta skref segir Hrund vera að ljúka við þann hluta könnunarinnar sem snýr að forstöðumönnum, en þær niðurstöður eiga að liggja fyrir síðsumars. „Síðan liggur fyrir að við þurfum að rýna í niðurstöðurnar og setja okkur markmið og framfylgja þannig að til aðgerða komi vonandi strax á næsta ári. Vinnan er rétt að hefjast." Hrund segir mikilvægt að taka fram að þótt vissulega hafi komið fram hlutir sem þurfi að laga komi margt jákvætt í ljós í könnuninni sem fram fór meðal starfsmanna. „Starfsánægja er til dæmis tiltölulega há, 80 prósent starfsmanna eru ánægðir þótt þar sé vitanlega breidd eins og annars staðar. Eins mælist hollusta hátt og menntun líka. Konum í stjórnunarstöðum hefur fjölgað og fólk telur færni sína aukast með endurmenntun og einungis 19 prósent starfsmanna sækja ekki endurmenntun. Þá telja fleiri en í könnuninni 1998 að viðkiptavinir séu ánægðir með þá þjónustu sem er veitt og fleiri hafa jákvæð viðhorf til stjórnunarhátta næsta yfirmanns." Of snemmt er hins vegar að fullyrða um verkefni sem við blasi að sögn Hrundar. „Við þurfum að skoða þessar niðurstöður miklu betur og í víðara samhengi. En markmiðið er náttúrlega að bæta og breyta og ef við hefðum ekki viðhorfin sem þarna liggja að baki gætum við ekkert farið í svona vinnu og það lýsir mikilvægi verkefnisins." Þá er ekki búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær verði ráðist í næstu könnun. „Við höfum vitanlega áhuga á því að endurtaka leikinn en að baki liggur mikil vinna, bæði hjá okkur og samstarfsfólki." Hrund segir hins vegar að samanburðurinn á milli kannana sé mikilvægur, enda hafi verið tekin í notkun ný tæki til mannauðsstjórnunar og eins sé hann mikilvægur þegar að því komi að meta árangur þeirra stjórnunarverkefna sem gripið verði til. „En hvernig við vinnum úr þessu á eftir að móta og skoða." Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þegar liggja fyrir niðurstöður, bæði úr könnun á starfsumhverfi opinberra starfsmanna og sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna, verður rýnt í þær og leitað tækifæra til úrbóta í starfsmannamálum þar sem þeirra gerist þörf, að sögn Hrundar Sveinsdóttur, sérfræðings á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Á starfsmannaskrifstofunni er unnið að starfsmannamálum ríkisins, svo sem kjarasamningum og lagaumhverfi auk þess skrifstofan hefur fetað sig áfram í mannauðsstjórnun. „Starfsmannaskrifstofan leggur áherslu á að leitað sé tækifæra til umbóta á vettvangi starfsmannamála hjá ríkinu og könnunin styður þau markmið," segir Hrund. Næsta skref segir Hrund vera að ljúka við þann hluta könnunarinnar sem snýr að forstöðumönnum, en þær niðurstöður eiga að liggja fyrir síðsumars. „Síðan liggur fyrir að við þurfum að rýna í niðurstöðurnar og setja okkur markmið og framfylgja þannig að til aðgerða komi vonandi strax á næsta ári. Vinnan er rétt að hefjast." Hrund segir mikilvægt að taka fram að þótt vissulega hafi komið fram hlutir sem þurfi að laga komi margt jákvætt í ljós í könnuninni sem fram fór meðal starfsmanna. „Starfsánægja er til dæmis tiltölulega há, 80 prósent starfsmanna eru ánægðir þótt þar sé vitanlega breidd eins og annars staðar. Eins mælist hollusta hátt og menntun líka. Konum í stjórnunarstöðum hefur fjölgað og fólk telur færni sína aukast með endurmenntun og einungis 19 prósent starfsmanna sækja ekki endurmenntun. Þá telja fleiri en í könnuninni 1998 að viðkiptavinir séu ánægðir með þá þjónustu sem er veitt og fleiri hafa jákvæð viðhorf til stjórnunarhátta næsta yfirmanns." Of snemmt er hins vegar að fullyrða um verkefni sem við blasi að sögn Hrundar. „Við þurfum að skoða þessar niðurstöður miklu betur og í víðara samhengi. En markmiðið er náttúrlega að bæta og breyta og ef við hefðum ekki viðhorfin sem þarna liggja að baki gætum við ekkert farið í svona vinnu og það lýsir mikilvægi verkefnisins." Þá er ekki búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær verði ráðist í næstu könnun. „Við höfum vitanlega áhuga á því að endurtaka leikinn en að baki liggur mikil vinna, bæði hjá okkur og samstarfsfólki." Hrund segir hins vegar að samanburðurinn á milli kannana sé mikilvægur, enda hafi verið tekin í notkun ný tæki til mannauðsstjórnunar og eins sé hann mikilvægur þegar að því komi að meta árangur þeirra stjórnunarverkefna sem gripið verði til. „En hvernig við vinnum úr þessu á eftir að móta og skoða."
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira