Reynir lítið á þroskann 4. apríl 2007 00:01 Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira