Reynir lítið á þroskann 4. apríl 2007 00:01 Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira