Að láta vaða 31. mars 2007 05:30 Ef ég ætti að velja eitt slagorð, þekkt úr bransanum, sem myndi lýsa Íslendingum best og fanga hugarfarið sem einkennir mörlandann af hvað mestri nákvæmni, þá myndi ég líklega velja slagorðið sem íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur notast við á undanförnum árum: Just do it. Á íslensku myndi það útleggjast sem "kýldu á það". Þessu slagorði er síðan oft fylgt eftir með öðru orðasambandi, sem lýsir Íslendingum ekki síður, en það er orðasambandið, jafnvel slagorðið "þetta reddast". Því er oft beitt eftir að menn hafa "kýlt á það," stundum með misjöfnum afleiðingum. ÍSLENDINGAR láta vaða. Eru ekkert að tvínóna við hlutina. Þetta getur komið út sem bæði kostur og galli. Kosturinn við þetta hugarfar er sá að Íslendingar ná oft árangri á skömmum tíma, eins og útrás íslenskra viðskiptamógúla hefur sýnt undanfarið. Í fréttaskýringum erlendra blaða um þetta fyrirbrigði, íslensku útrásina - eða innrásina eftir því hvernig á það er litið - hefur einmitt verið fjallað um íslensku víkingana, svokölluðu, sem einstaklega snögga í ákvörðunum og efasemdarlausa í gjörðum sínum. Þannig skjóti þeir hægfara Svíum og öðrum, sem vilja ræða hlutina frá öllum hliðum, ref fyrir rass. HINS vegar hefur þetta hugarfar nokkra augljósa galla. Það er athyglisvert að mörg deilumál í íslensku samfélagi koma til vegna þess að einhverjir hafa einmitt kýlt á það, verið aðeins of snöggir að láta vaða. Menn hafa skotið fyrst og spurt svo. Íraksstríðið var svona ákvörðun. Just do it. Styðja stríðið. Og auðvitað urðu allir brjálaðir, út af því, og eru enn. Menn urðu almennt fyrst brjálaðir fyrir alvöru út af Kárahnjúkavirkjun rétt í þann mund er stíflan var tekin í notkun, þ.e.a.s. þegar búið var að byggja. Í kosningunum 2003, þegar framkvæmdirnar voru rétt að hefjast, var hins vegar miklu minna talað um málið. Eftir á að hyggja hefði kannski verið betra að ræða málið í þaula fyrst, áður en framkvæmdirnar hófust, en ekki eftir á, þó svo það hafi líka verið ágætt. ÞANN 30. mars 1949 varð allt snælduvitlaust á Austurvelli eftir að ákvörðun var tekin á Alþingi um að Ísland skyldi verða aðili að Nato. Það var látið vaða. Þetta leiddi til þess að þjóðin var klofin í málinu og skiptist í lopapeysukomma og kanasleikjur í hátt í 50 ár með tilheyrandi fúkyrðaflaumi á báða bóga. Þarna hefði kannski verið viturlegra að ræða málið fyrirfram. Kannski kjósa um það. Þá hefðu menn hugsanlega orðið sáttari. Í dag, þann 31. mars 2007 verða þau sögulegu tíðindi að íbúar í Hafnarfirði ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði í miklu hitamáli. Þetta finnst mér í ljósi þess sem ég hef hér sagt og þeirra dæma sem ég hef núna tekið, vera einstaklega viturlegt. Þarna hafa menn gripið til þess ráðs, loksins, að ræða málið fyrirfram, en ekki bara að láta vaða, til þess eins að rífast eftir á, eins og vanalega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ef ég ætti að velja eitt slagorð, þekkt úr bransanum, sem myndi lýsa Íslendingum best og fanga hugarfarið sem einkennir mörlandann af hvað mestri nákvæmni, þá myndi ég líklega velja slagorðið sem íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur notast við á undanförnum árum: Just do it. Á íslensku myndi það útleggjast sem "kýldu á það". Þessu slagorði er síðan oft fylgt eftir með öðru orðasambandi, sem lýsir Íslendingum ekki síður, en það er orðasambandið, jafnvel slagorðið "þetta reddast". Því er oft beitt eftir að menn hafa "kýlt á það," stundum með misjöfnum afleiðingum. ÍSLENDINGAR láta vaða. Eru ekkert að tvínóna við hlutina. Þetta getur komið út sem bæði kostur og galli. Kosturinn við þetta hugarfar er sá að Íslendingar ná oft árangri á skömmum tíma, eins og útrás íslenskra viðskiptamógúla hefur sýnt undanfarið. Í fréttaskýringum erlendra blaða um þetta fyrirbrigði, íslensku útrásina - eða innrásina eftir því hvernig á það er litið - hefur einmitt verið fjallað um íslensku víkingana, svokölluðu, sem einstaklega snögga í ákvörðunum og efasemdarlausa í gjörðum sínum. Þannig skjóti þeir hægfara Svíum og öðrum, sem vilja ræða hlutina frá öllum hliðum, ref fyrir rass. HINS vegar hefur þetta hugarfar nokkra augljósa galla. Það er athyglisvert að mörg deilumál í íslensku samfélagi koma til vegna þess að einhverjir hafa einmitt kýlt á það, verið aðeins of snöggir að láta vaða. Menn hafa skotið fyrst og spurt svo. Íraksstríðið var svona ákvörðun. Just do it. Styðja stríðið. Og auðvitað urðu allir brjálaðir, út af því, og eru enn. Menn urðu almennt fyrst brjálaðir fyrir alvöru út af Kárahnjúkavirkjun rétt í þann mund er stíflan var tekin í notkun, þ.e.a.s. þegar búið var að byggja. Í kosningunum 2003, þegar framkvæmdirnar voru rétt að hefjast, var hins vegar miklu minna talað um málið. Eftir á að hyggja hefði kannski verið betra að ræða málið í þaula fyrst, áður en framkvæmdirnar hófust, en ekki eftir á, þó svo það hafi líka verið ágætt. ÞANN 30. mars 1949 varð allt snælduvitlaust á Austurvelli eftir að ákvörðun var tekin á Alþingi um að Ísland skyldi verða aðili að Nato. Það var látið vaða. Þetta leiddi til þess að þjóðin var klofin í málinu og skiptist í lopapeysukomma og kanasleikjur í hátt í 50 ár með tilheyrandi fúkyrðaflaumi á báða bóga. Þarna hefði kannski verið viturlegra að ræða málið fyrirfram. Kannski kjósa um það. Þá hefðu menn hugsanlega orðið sáttari. Í dag, þann 31. mars 2007 verða þau sögulegu tíðindi að íbúar í Hafnarfirði ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði í miklu hitamáli. Þetta finnst mér í ljósi þess sem ég hef hér sagt og þeirra dæma sem ég hef núna tekið, vera einstaklega viturlegt. Þarna hafa menn gripið til þess ráðs, loksins, að ræða málið fyrirfram, en ekki bara að láta vaða, til þess eins að rífast eftir á, eins og vanalega.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun