Hvernig á að borga fyrir heilbrigðisþjónustuna? Ögmundur Jónasson skrifar 28. mars 2007 05:00 Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að tryggingafyrirtækin mismuna viðskiptavinum sínum á þann veg að einstaklingum sem líklegir eru til að veikjast (til dæmis vegna erfða) er seld trygging hærra verði en hinum sem eru heilsuhraustir og líklegir til að halda heilsu. Einstaklingsbundið tryggingakerfi mismunar þannig fólki. Sá sem hætt er við að þurfi á umönnun og lækningu að halda stendur lakar að vígi en hinn hrausti! Spurningin verður þá siðferðileg. Viljum við kerfi sem mismunar fólki? Þessari spurningu þurfa stjórnmálamenn að svara. Fyrir okkar leyti höfum við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði svarað henni. Við viljum samtryggingarkerfi sem ekki mismunar. Og hvað varðar greiðslumátann þá viljum við láta greiða fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum en ekki komugjöldum og öðrum sjúklingasköttum. Með öðrum orðum, við viljum borga á meðan við erum heilbrigð og vinnufær í stað þess að bíða þangað til við erum orðin veik og ef til vill óvinnufær. Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar bendir til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En hvað vilja aðrir stjórnmálaflokkar? Kjósendur eiga heimtingu á að þeir svari þessari spurningu skýrt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að tryggingafyrirtækin mismuna viðskiptavinum sínum á þann veg að einstaklingum sem líklegir eru til að veikjast (til dæmis vegna erfða) er seld trygging hærra verði en hinum sem eru heilsuhraustir og líklegir til að halda heilsu. Einstaklingsbundið tryggingakerfi mismunar þannig fólki. Sá sem hætt er við að þurfi á umönnun og lækningu að halda stendur lakar að vígi en hinn hrausti! Spurningin verður þá siðferðileg. Viljum við kerfi sem mismunar fólki? Þessari spurningu þurfa stjórnmálamenn að svara. Fyrir okkar leyti höfum við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði svarað henni. Við viljum samtryggingarkerfi sem ekki mismunar. Og hvað varðar greiðslumátann þá viljum við láta greiða fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum en ekki komugjöldum og öðrum sjúklingasköttum. Með öðrum orðum, við viljum borga á meðan við erum heilbrigð og vinnufær í stað þess að bíða þangað til við erum orðin veik og ef til vill óvinnufær. Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar bendir til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En hvað vilja aðrir stjórnmálaflokkar? Kjósendur eiga heimtingu á að þeir svari þessari spurningu skýrt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun