Hvernig á að borga fyrir heilbrigðisþjónustuna? Ögmundur Jónasson skrifar 28. mars 2007 05:00 Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að tryggingafyrirtækin mismuna viðskiptavinum sínum á þann veg að einstaklingum sem líklegir eru til að veikjast (til dæmis vegna erfða) er seld trygging hærra verði en hinum sem eru heilsuhraustir og líklegir til að halda heilsu. Einstaklingsbundið tryggingakerfi mismunar þannig fólki. Sá sem hætt er við að þurfi á umönnun og lækningu að halda stendur lakar að vígi en hinn hrausti! Spurningin verður þá siðferðileg. Viljum við kerfi sem mismunar fólki? Þessari spurningu þurfa stjórnmálamenn að svara. Fyrir okkar leyti höfum við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði svarað henni. Við viljum samtryggingarkerfi sem ekki mismunar. Og hvað varðar greiðslumátann þá viljum við láta greiða fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum en ekki komugjöldum og öðrum sjúklingasköttum. Með öðrum orðum, við viljum borga á meðan við erum heilbrigð og vinnufær í stað þess að bíða þangað til við erum orðin veik og ef til vill óvinnufær. Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar bendir til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En hvað vilja aðrir stjórnmálaflokkar? Kjósendur eiga heimtingu á að þeir svari þessari spurningu skýrt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að tryggingafyrirtækin mismuna viðskiptavinum sínum á þann veg að einstaklingum sem líklegir eru til að veikjast (til dæmis vegna erfða) er seld trygging hærra verði en hinum sem eru heilsuhraustir og líklegir til að halda heilsu. Einstaklingsbundið tryggingakerfi mismunar þannig fólki. Sá sem hætt er við að þurfi á umönnun og lækningu að halda stendur lakar að vígi en hinn hrausti! Spurningin verður þá siðferðileg. Viljum við kerfi sem mismunar fólki? Þessari spurningu þurfa stjórnmálamenn að svara. Fyrir okkar leyti höfum við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði svarað henni. Við viljum samtryggingarkerfi sem ekki mismunar. Og hvað varðar greiðslumátann þá viljum við láta greiða fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum en ekki komugjöldum og öðrum sjúklingasköttum. Með öðrum orðum, við viljum borga á meðan við erum heilbrigð og vinnufær í stað þess að bíða þangað til við erum orðin veik og ef til vill óvinnufær. Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar bendir til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En hvað vilja aðrir stjórnmálaflokkar? Kjósendur eiga heimtingu á að þeir svari þessari spurningu skýrt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun