Sprotar leita viðskiptaengla í Reykjavík 28. mars 2007 04:30 Frá sprotaþingi seed forum í fyrra Bjørn Haugland frá fyrirtækinu Symphonical kynnir fyrirtæki sitt á Seed Forum í New York í Bandaríkjunum í fyrra. Mynd/K. Lee Sohn Seed Forum blæs til fjárfestaþings í fimmta sinn í Reykjavík á morgun. Á þinginu kynna sjö fulltrúar jafn margra sprotafyrirtækja starfsemi, vörur og vaxtarhorfur fyrir svokölluðum viðskiptaenglum, efnameiri einstaklingum sem hafa bolmagn til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Viðskiptaenglar hafa iðulega reynslu af fyrirtækjarekstri ýmiss konar og getur aðkoma þeirra því verið sprotafyrirtæki dýrmætt tækifæri sem er að stíga sín fyrstu skref. Fjárfestaþingið á morgun verður það fyrsta í röð 18 þinga í vor en á haustdögum verður þráðurinn tekinn upp að nýju með 21 þingi. Flest fyrirtækjanna eru frá Norðurlöndunum en í ljósi mikillar athygli sem Seed Forum hefur fengið víða um heim hafa sprotafyrirtæki frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu lýst yfir áhuga á því að bætast í hópinn. Þar af eru fjögur íslensk fyrirtæki sem munu leiða hesta sína saman við fjárfestana á morgun. Jón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri Seed Forum í Bandaríkjunum, segir fyrirtækin eiga það sammerkt að leita til fjárfesta til að hraða vexti þeirra. Flest eru fyrirtækin í smærri kantinum og mislangt á veg komin með vörur sínar. Sum þeirra eru reyndar þegar með vörur á markaði jafnt hér sem erlendis. Þau eigi það hins vegar flest sam-merkt að vera smá í sniðum, með fáa starfsmenn, suma í hlutastarfi, og þurfa að sinna ýmsum aukaverkefnum til að tryggja rekstrargrundvöll sinn. Þau geta því ekki einbeitt sér að stóra verkefninu. Til þess þurfa þau aukið fjármagn.„Speed forum“jón helgi egilsson Aðkoma viðskiptaengla í sprotafyrirtæki er dýrmætt skref, að sögn Jóns Helga, framkvæmdastjóra Seed Forum. Markaðurinn/GVAÞað er fjarri því auðunnið verk að komast að á fjárfestaþingi Seed Forum. Sprotafyrirtækin eiga það flest hver sammerkt að hafa fetað krókastigu í leit að fjármagni. En það er erfitt mál. „Þessi fyrirtæki eru of lítil svo bankar sjái hag sinn í því að fjárfesta í þeim. Þá eru þau of skammt á veg komin til að fjárfestingasjóðir á borð við Brú setji fjármagn í þau,“ segir Jón Helgi. Hann bendir á að fjárfestingasjóðirnir tilnefni þau sprotafyrirtæki sem þeim líst vel á en hafi ekki hlotið náð fyrir augum sjóðsins. Eftir nokkra síu eru fulltrúar frá nokkrum sprotafyrirtækjum síðan valdir til þátttöku á þinginu. En þar er ekki sagan öll því allir fulltrúar fyrirtækjanna fá þjálfun í því hvernig þeir eigi að kynna vörur sínar fyrir viðskiptaenglunum á mjög markvissan hátt.Jón segir þjálfunina af hinu góða enda nýti fulltrúar fyrirtækjanna tækifærið, kynnist hver öðrum og myndi tengsl við fulltrúa fyrirtækis í svipuðum geira. Að slíku tengslaneti sé gott að búa í framtíðinni, að hans sögn.Forsvarsmenn allra sprotafyrirtækjanna sem þátt taka í fjárfestaþinginu á morgun fengu ítarlega þjálfun fyrir kynningu sína í Osló í Noregi fyrir viku. Þetta er viðamikil þjálfun sem stóð frá þriðjudagsmorgni og langt fram á kvöld auk þess sem hálfum miðvikudeginum var varið í þjálfunina. Þjálfunin var ströng, ítarleg og mál manna að mjög fagmannlega hafi verið að verki staðið hvernig eigi að kynna fyrirtækin í mjög afmörkuðu og skýru máli. Var einum viðmælanda Markaðarins á orði að fremur ætti fjárfestingaþingið að heita „Speed Forum“ en Seed Forum og vísaði hann til þess að fulltrúi hvers fyrirtækis fyrir sig fær ekki nema sjö mínútur til að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir fjárfestum á morgun.leitað eftir mismiklu fjármagniÍslensku sprotafyrirtækin sem vinna að því að heilla viðskiptaenglana upp úr skónum á morgun eru af öllum stærðum og gerðum. Þar á meðal er eitt netfyrirtæki, annað í lyfjaþróun, það þriðja í heilbrigðisgeiranum en fjórða fyrirtækið selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Þá eru þrjú fyrirtæki frá Norðurlöndunum sem starfa á sviði upplýsingatækni og fjármála.Jón Helgi segir fyrirtækin sjö leita eftir misháu fjármagni til rekstursins. Allt fer það eftir starfsemi þeirra og næstu skrefum. „Þetta getur verið allt frá 30 milljónum króna upp í einn og hálfan milljarð,“ segir Jón Helgi og bætir við að fleiri en einn viðskiptaengill geti ákveðið að fjárfesta í hverju einstöku fyrirtæki fyrir sig.Jón segir að sprotafyrirtækin öll geti ekki átt von á að viðskiptaengill ákveði að leggja fjármagn til reksturs þeirra. „Við erum að sjá um það bil einn þriðja fyrirtækja loka samningum við fjárfesta í framhaldi af þingum sem þessum. Sumir gera það fljótlega eftir þingið en aðrir síðar. Það er engu að síður góður árangur,“ segir Jón Helgi og bætir því við að um 30 prósenta árangur sé mjög stórt hlutfall.Fjárfestaþing fyrir allaSkráning á fjárfestaþing Seed Forum hefst klukkan 8.30 í húsakynnum deCode í Vatnsmýrinni og er það öllum opið. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, setur það klukkan 9 en að því loknu munu fulltrúar allra fyrirtækja kynna sig stuttlega. Þar á eftir heldur Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, erindi. Sjálf kynning fyrirtækjanna hefst að því loknu og hefur hver fulltrúi sprotafyrirtækjanna sjö mínútur til umráða.Gert er ráð fyrir því að þinginu ljúki klukkan 11.30. Að loknum léttum hádegisverði mun deCode kynna starfsemi sína og framtíðarhorfur fyrir gestum og gefst þeim síðan kostur á að skoða húsnæðið. Undir smásjánni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
Seed Forum blæs til fjárfestaþings í fimmta sinn í Reykjavík á morgun. Á þinginu kynna sjö fulltrúar jafn margra sprotafyrirtækja starfsemi, vörur og vaxtarhorfur fyrir svokölluðum viðskiptaenglum, efnameiri einstaklingum sem hafa bolmagn til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Viðskiptaenglar hafa iðulega reynslu af fyrirtækjarekstri ýmiss konar og getur aðkoma þeirra því verið sprotafyrirtæki dýrmætt tækifæri sem er að stíga sín fyrstu skref. Fjárfestaþingið á morgun verður það fyrsta í röð 18 þinga í vor en á haustdögum verður þráðurinn tekinn upp að nýju með 21 þingi. Flest fyrirtækjanna eru frá Norðurlöndunum en í ljósi mikillar athygli sem Seed Forum hefur fengið víða um heim hafa sprotafyrirtæki frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu lýst yfir áhuga á því að bætast í hópinn. Þar af eru fjögur íslensk fyrirtæki sem munu leiða hesta sína saman við fjárfestana á morgun. Jón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri Seed Forum í Bandaríkjunum, segir fyrirtækin eiga það sammerkt að leita til fjárfesta til að hraða vexti þeirra. Flest eru fyrirtækin í smærri kantinum og mislangt á veg komin með vörur sínar. Sum þeirra eru reyndar þegar með vörur á markaði jafnt hér sem erlendis. Þau eigi það hins vegar flest sam-merkt að vera smá í sniðum, með fáa starfsmenn, suma í hlutastarfi, og þurfa að sinna ýmsum aukaverkefnum til að tryggja rekstrargrundvöll sinn. Þau geta því ekki einbeitt sér að stóra verkefninu. Til þess þurfa þau aukið fjármagn.„Speed forum“jón helgi egilsson Aðkoma viðskiptaengla í sprotafyrirtæki er dýrmætt skref, að sögn Jóns Helga, framkvæmdastjóra Seed Forum. Markaðurinn/GVAÞað er fjarri því auðunnið verk að komast að á fjárfestaþingi Seed Forum. Sprotafyrirtækin eiga það flest hver sammerkt að hafa fetað krókastigu í leit að fjármagni. En það er erfitt mál. „Þessi fyrirtæki eru of lítil svo bankar sjái hag sinn í því að fjárfesta í þeim. Þá eru þau of skammt á veg komin til að fjárfestingasjóðir á borð við Brú setji fjármagn í þau,“ segir Jón Helgi. Hann bendir á að fjárfestingasjóðirnir tilnefni þau sprotafyrirtæki sem þeim líst vel á en hafi ekki hlotið náð fyrir augum sjóðsins. Eftir nokkra síu eru fulltrúar frá nokkrum sprotafyrirtækjum síðan valdir til þátttöku á þinginu. En þar er ekki sagan öll því allir fulltrúar fyrirtækjanna fá þjálfun í því hvernig þeir eigi að kynna vörur sínar fyrir viðskiptaenglunum á mjög markvissan hátt.Jón segir þjálfunina af hinu góða enda nýti fulltrúar fyrirtækjanna tækifærið, kynnist hver öðrum og myndi tengsl við fulltrúa fyrirtækis í svipuðum geira. Að slíku tengslaneti sé gott að búa í framtíðinni, að hans sögn.Forsvarsmenn allra sprotafyrirtækjanna sem þátt taka í fjárfestaþinginu á morgun fengu ítarlega þjálfun fyrir kynningu sína í Osló í Noregi fyrir viku. Þetta er viðamikil þjálfun sem stóð frá þriðjudagsmorgni og langt fram á kvöld auk þess sem hálfum miðvikudeginum var varið í þjálfunina. Þjálfunin var ströng, ítarleg og mál manna að mjög fagmannlega hafi verið að verki staðið hvernig eigi að kynna fyrirtækin í mjög afmörkuðu og skýru máli. Var einum viðmælanda Markaðarins á orði að fremur ætti fjárfestingaþingið að heita „Speed Forum“ en Seed Forum og vísaði hann til þess að fulltrúi hvers fyrirtækis fyrir sig fær ekki nema sjö mínútur til að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir fjárfestum á morgun.leitað eftir mismiklu fjármagniÍslensku sprotafyrirtækin sem vinna að því að heilla viðskiptaenglana upp úr skónum á morgun eru af öllum stærðum og gerðum. Þar á meðal er eitt netfyrirtæki, annað í lyfjaþróun, það þriðja í heilbrigðisgeiranum en fjórða fyrirtækið selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Þá eru þrjú fyrirtæki frá Norðurlöndunum sem starfa á sviði upplýsingatækni og fjármála.Jón Helgi segir fyrirtækin sjö leita eftir misháu fjármagni til rekstursins. Allt fer það eftir starfsemi þeirra og næstu skrefum. „Þetta getur verið allt frá 30 milljónum króna upp í einn og hálfan milljarð,“ segir Jón Helgi og bætir við að fleiri en einn viðskiptaengill geti ákveðið að fjárfesta í hverju einstöku fyrirtæki fyrir sig.Jón segir að sprotafyrirtækin öll geti ekki átt von á að viðskiptaengill ákveði að leggja fjármagn til reksturs þeirra. „Við erum að sjá um það bil einn þriðja fyrirtækja loka samningum við fjárfesta í framhaldi af þingum sem þessum. Sumir gera það fljótlega eftir þingið en aðrir síðar. Það er engu að síður góður árangur,“ segir Jón Helgi og bætir því við að um 30 prósenta árangur sé mjög stórt hlutfall.Fjárfestaþing fyrir allaSkráning á fjárfestaþing Seed Forum hefst klukkan 8.30 í húsakynnum deCode í Vatnsmýrinni og er það öllum opið. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, setur það klukkan 9 en að því loknu munu fulltrúar allra fyrirtækja kynna sig stuttlega. Þar á eftir heldur Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, erindi. Sjálf kynning fyrirtækjanna hefst að því loknu og hefur hver fulltrúi sprotafyrirtækjanna sjö mínútur til umráða.Gert er ráð fyrir því að þinginu ljúki klukkan 11.30. Að loknum léttum hádegisverði mun deCode kynna starfsemi sína og framtíðarhorfur fyrir gestum og gefst þeim síðan kostur á að skoða húsnæðið.
Undir smásjánni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira