Í víngerð er engin rómantík 21. mars 2007 00:01 Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent