Hannibal Rising - ein stjarna 26. febrúar 2007 08:45 Niðurstaða: Ulliel er vonlaus í hlutverki mannætunnar, sagan er hrútleiðinleg, rislítil og laus við hrylling og grefur undan því sem síðar kemur. Rétt eins og Hannibal Lecter gerir við fórnarlömb sín, smjattar rithöfundurinn Thomas Harris á frægustu mannætu síns tíma. Hannibal Rising er fimmta myndin um Lecter (tvær byggja reyndar á sömu bók) og í þetta sinn er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Hannibals og leitað skýringa á annarlegum matarsmekk hans. Upp úr dúrnum kemur að Hannibal ólst upp á óðalssetri í Litháen þar sem hann missir foreldra sína í lok seinni heimsstyrjaldar. Þau systir hans eru tekin í gíslingu af óþjóðalýð, sem myrðir systurina og étur til að komast af í vetrarhörkunum. Hannibal kemst lífs af, elst upp á munaðarleysingjahæli þar til hann flýr til Frakklands á náðir ekkju frænda síns, kynnist austrænum bardagalistum og líffærarfræði og hyggur á hefndir. Anthony Hopkins er fjarri góðu gamni eins og gefur að skilja en með hlutverk mannætunnar fer hinn snoppufríði Frakki Gaspard Ulliel. Því miður reynist hann ekki hafa nokkra burði til að búa til óhugnalega eða áhrifamikla persónu úr hinum unga Hannibal, hvað þá bera uppi heila kvikmynd eins og af honum er ætlast. Það er beinlínis leitun að luðrulegri mannætu. Ulliel hefur augljóslega ekki góð tök á enskri tungu, á bágt með að koma setningum frá sér og lítur oft á tíðum út fyrir að vita ekki hvað hann er að segja. Atburðarásin er auk þess ristlítil, langdregin; stútfull af klisjum og laus við allan hrylling, Rhys Ifans, sem leikur þorparann Grutas, var til dæmis meira ógnvekjandi í Little Nicky. Verst er að sagan grefur undan því sem koma skal; Hannibal kemst í kast við lögin í Frakklandi og er grunaður um hroðalegustu glæpi, flýr til annars lands og heldur áfram uppteknum hætti án þess að þurfa svo mikið að skipta um nafn. Sennilega væri heillvænlegast fyrir Harris að koma Hannibal undir græna torfu sem allra fyrst og vinna ekki frekari skaða á því sem hann hefur áður gert og miklu betur. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rétt eins og Hannibal Lecter gerir við fórnarlömb sín, smjattar rithöfundurinn Thomas Harris á frægustu mannætu síns tíma. Hannibal Rising er fimmta myndin um Lecter (tvær byggja reyndar á sömu bók) og í þetta sinn er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Hannibals og leitað skýringa á annarlegum matarsmekk hans. Upp úr dúrnum kemur að Hannibal ólst upp á óðalssetri í Litháen þar sem hann missir foreldra sína í lok seinni heimsstyrjaldar. Þau systir hans eru tekin í gíslingu af óþjóðalýð, sem myrðir systurina og étur til að komast af í vetrarhörkunum. Hannibal kemst lífs af, elst upp á munaðarleysingjahæli þar til hann flýr til Frakklands á náðir ekkju frænda síns, kynnist austrænum bardagalistum og líffærarfræði og hyggur á hefndir. Anthony Hopkins er fjarri góðu gamni eins og gefur að skilja en með hlutverk mannætunnar fer hinn snoppufríði Frakki Gaspard Ulliel. Því miður reynist hann ekki hafa nokkra burði til að búa til óhugnalega eða áhrifamikla persónu úr hinum unga Hannibal, hvað þá bera uppi heila kvikmynd eins og af honum er ætlast. Það er beinlínis leitun að luðrulegri mannætu. Ulliel hefur augljóslega ekki góð tök á enskri tungu, á bágt með að koma setningum frá sér og lítur oft á tíðum út fyrir að vita ekki hvað hann er að segja. Atburðarásin er auk þess ristlítil, langdregin; stútfull af klisjum og laus við allan hrylling, Rhys Ifans, sem leikur þorparann Grutas, var til dæmis meira ógnvekjandi í Little Nicky. Verst er að sagan grefur undan því sem koma skal; Hannibal kemst í kast við lögin í Frakklandi og er grunaður um hroðalegustu glæpi, flýr til annars lands og heldur áfram uppteknum hætti án þess að þurfa svo mikið að skipta um nafn. Sennilega væri heillvænlegast fyrir Harris að koma Hannibal undir græna torfu sem allra fyrst og vinna ekki frekari skaða á því sem hann hefur áður gert og miklu betur. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira