Hannibal Rising - ein stjarna 26. febrúar 2007 08:45 Niðurstaða: Ulliel er vonlaus í hlutverki mannætunnar, sagan er hrútleiðinleg, rislítil og laus við hrylling og grefur undan því sem síðar kemur. Rétt eins og Hannibal Lecter gerir við fórnarlömb sín, smjattar rithöfundurinn Thomas Harris á frægustu mannætu síns tíma. Hannibal Rising er fimmta myndin um Lecter (tvær byggja reyndar á sömu bók) og í þetta sinn er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Hannibals og leitað skýringa á annarlegum matarsmekk hans. Upp úr dúrnum kemur að Hannibal ólst upp á óðalssetri í Litháen þar sem hann missir foreldra sína í lok seinni heimsstyrjaldar. Þau systir hans eru tekin í gíslingu af óþjóðalýð, sem myrðir systurina og étur til að komast af í vetrarhörkunum. Hannibal kemst lífs af, elst upp á munaðarleysingjahæli þar til hann flýr til Frakklands á náðir ekkju frænda síns, kynnist austrænum bardagalistum og líffærarfræði og hyggur á hefndir. Anthony Hopkins er fjarri góðu gamni eins og gefur að skilja en með hlutverk mannætunnar fer hinn snoppufríði Frakki Gaspard Ulliel. Því miður reynist hann ekki hafa nokkra burði til að búa til óhugnalega eða áhrifamikla persónu úr hinum unga Hannibal, hvað þá bera uppi heila kvikmynd eins og af honum er ætlast. Það er beinlínis leitun að luðrulegri mannætu. Ulliel hefur augljóslega ekki góð tök á enskri tungu, á bágt með að koma setningum frá sér og lítur oft á tíðum út fyrir að vita ekki hvað hann er að segja. Atburðarásin er auk þess ristlítil, langdregin; stútfull af klisjum og laus við allan hrylling, Rhys Ifans, sem leikur þorparann Grutas, var til dæmis meira ógnvekjandi í Little Nicky. Verst er að sagan grefur undan því sem koma skal; Hannibal kemst í kast við lögin í Frakklandi og er grunaður um hroðalegustu glæpi, flýr til annars lands og heldur áfram uppteknum hætti án þess að þurfa svo mikið að skipta um nafn. Sennilega væri heillvænlegast fyrir Harris að koma Hannibal undir græna torfu sem allra fyrst og vinna ekki frekari skaða á því sem hann hefur áður gert og miklu betur. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Rétt eins og Hannibal Lecter gerir við fórnarlömb sín, smjattar rithöfundurinn Thomas Harris á frægustu mannætu síns tíma. Hannibal Rising er fimmta myndin um Lecter (tvær byggja reyndar á sömu bók) og í þetta sinn er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Hannibals og leitað skýringa á annarlegum matarsmekk hans. Upp úr dúrnum kemur að Hannibal ólst upp á óðalssetri í Litháen þar sem hann missir foreldra sína í lok seinni heimsstyrjaldar. Þau systir hans eru tekin í gíslingu af óþjóðalýð, sem myrðir systurina og étur til að komast af í vetrarhörkunum. Hannibal kemst lífs af, elst upp á munaðarleysingjahæli þar til hann flýr til Frakklands á náðir ekkju frænda síns, kynnist austrænum bardagalistum og líffærarfræði og hyggur á hefndir. Anthony Hopkins er fjarri góðu gamni eins og gefur að skilja en með hlutverk mannætunnar fer hinn snoppufríði Frakki Gaspard Ulliel. Því miður reynist hann ekki hafa nokkra burði til að búa til óhugnalega eða áhrifamikla persónu úr hinum unga Hannibal, hvað þá bera uppi heila kvikmynd eins og af honum er ætlast. Það er beinlínis leitun að luðrulegri mannætu. Ulliel hefur augljóslega ekki góð tök á enskri tungu, á bágt með að koma setningum frá sér og lítur oft á tíðum út fyrir að vita ekki hvað hann er að segja. Atburðarásin er auk þess ristlítil, langdregin; stútfull af klisjum og laus við allan hrylling, Rhys Ifans, sem leikur þorparann Grutas, var til dæmis meira ógnvekjandi í Little Nicky. Verst er að sagan grefur undan því sem koma skal; Hannibal kemst í kast við lögin í Frakklandi og er grunaður um hroðalegustu glæpi, flýr til annars lands og heldur áfram uppteknum hætti án þess að þurfa svo mikið að skipta um nafn. Sennilega væri heillvænlegast fyrir Harris að koma Hannibal undir græna torfu sem allra fyrst og vinna ekki frekari skaða á því sem hann hefur áður gert og miklu betur. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira