Pursuit of Happyness - tvær stjörnur 21. febrúar 2007 00:01 Hugljúf en langdregin og einhæf froða. Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira