Pursuit of Happyness - tvær stjörnur 21. febrúar 2007 00:01 Hugljúf en langdregin og einhæf froða. Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira