Draumóralandið 21. febrúar 2007 03:45 Ísland á um þessar mundir í mikilli kreppu. Hún endurspeglast í því brenglaða gildis- og verðmætamati sem unga fólkið okkar hefur tileinkað sér, ekki hvað síst hinir villuráfandi sauðir sem gert hafa bókina Draumalandið að eins konar testamenti nýrra trúarbragða. Það skal fúslega játast að Aurasálin hefur ekki lesið Draumalandið, enda hefur hún ekkert með það að gera. Aurasálin hefur fyrir löngu komist að öllum þeim sannleik sem henni er nauðsynlegur til að lifa í þessum heimi og hefur ekkert að gera við enn einn falsspádóminn sem afvegaleiðir hinar velmegandi kynslóðir okkar af braut verðmætasköpunar inn á stigu ofeldis og tómhyggju. Nei, Aurasálin er greindari en svo að fara að láta listamenn hræra upp í heimsmynd sinni. Enn ein birtingarmyndin á veruleikafirringu Íslendinga leit dagsljósið í síðustu viku þegar femínistar, kommúnistar og vandlætingarmenn þessa lands sameinuðust gegn því að hér á landi haldi ráðstefnu sína framleiðendur kynæsandi kvikmynda. Þetta sama lið og er búið að baula gegn fullnýtingu fallvatnanna og prédika náttúrufegurð og náttúruvernd hoppar nú hæð sína af hneykslan þegar hugvitsamir útlendingar finna loksins eitthvað gagnlegt að gera við alla þessa náttúrufegurð. Þegar kemur að kvikmyndum er Aurasálin mjög víðsýn og hefur í gegnum árin séð sinn skerf af öllum tegundum kvikmynda. Fyrir þetta skammast Aurasálin sín vitaskuld ekki – og frómt frá sagt hefur það einmitt hvarflað að henni að náttúra Íslands gæti verið góður vettvangur fyrir hugljúf ástarævintýri í erótískum kvikmyndum. Og nú loks þegar erlend athafnaskáld hafa komið auga á þennan möguleika þá ætlar hinn náttúrulausi her náttúruverndarsinna að reyna að koma í veg fyrir þessa skynsamlegu, sjálfbæru og umhverfisvænu starfsemi. Þetta Draumalandslið er svo sannarlega óútreiknanlegt. Fyrst kvartar það yfir því að það sé verið að nota gamaldags framleiðslugreinar til þess að viðhalda eðlilegu athafnalífi í landinu – og heimtar að hugvitið verði í askana látið. Svo loksins þegar einhverjar raunhæfar hugmyndir um verðmætasköpun koma fram þá er eins og við manninn mælt að það sé ekki nógu gott. Klámvæðing Íslands er fyrsti raunhæfi valkosturinn við álvæðinguna sem Aurasálin hefur heyrt. Og það besta er auðvitað að hægt er að reka arðvænan áliðnað samhliða blómstrandi klámmyndaiðnaði ásamt undirstöðuatvinnuvegunum, landbúnaði og sjávarútvegi. Hvernig getur unga fólkið verið ósátt við þessa framtíðarsýn? Aurasálin Markaðir Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Ísland á um þessar mundir í mikilli kreppu. Hún endurspeglast í því brenglaða gildis- og verðmætamati sem unga fólkið okkar hefur tileinkað sér, ekki hvað síst hinir villuráfandi sauðir sem gert hafa bókina Draumalandið að eins konar testamenti nýrra trúarbragða. Það skal fúslega játast að Aurasálin hefur ekki lesið Draumalandið, enda hefur hún ekkert með það að gera. Aurasálin hefur fyrir löngu komist að öllum þeim sannleik sem henni er nauðsynlegur til að lifa í þessum heimi og hefur ekkert að gera við enn einn falsspádóminn sem afvegaleiðir hinar velmegandi kynslóðir okkar af braut verðmætasköpunar inn á stigu ofeldis og tómhyggju. Nei, Aurasálin er greindari en svo að fara að láta listamenn hræra upp í heimsmynd sinni. Enn ein birtingarmyndin á veruleikafirringu Íslendinga leit dagsljósið í síðustu viku þegar femínistar, kommúnistar og vandlætingarmenn þessa lands sameinuðust gegn því að hér á landi haldi ráðstefnu sína framleiðendur kynæsandi kvikmynda. Þetta sama lið og er búið að baula gegn fullnýtingu fallvatnanna og prédika náttúrufegurð og náttúruvernd hoppar nú hæð sína af hneykslan þegar hugvitsamir útlendingar finna loksins eitthvað gagnlegt að gera við alla þessa náttúrufegurð. Þegar kemur að kvikmyndum er Aurasálin mjög víðsýn og hefur í gegnum árin séð sinn skerf af öllum tegundum kvikmynda. Fyrir þetta skammast Aurasálin sín vitaskuld ekki – og frómt frá sagt hefur það einmitt hvarflað að henni að náttúra Íslands gæti verið góður vettvangur fyrir hugljúf ástarævintýri í erótískum kvikmyndum. Og nú loks þegar erlend athafnaskáld hafa komið auga á þennan möguleika þá ætlar hinn náttúrulausi her náttúruverndarsinna að reyna að koma í veg fyrir þessa skynsamlegu, sjálfbæru og umhverfisvænu starfsemi. Þetta Draumalandslið er svo sannarlega óútreiknanlegt. Fyrst kvartar það yfir því að það sé verið að nota gamaldags framleiðslugreinar til þess að viðhalda eðlilegu athafnalífi í landinu – og heimtar að hugvitið verði í askana látið. Svo loksins þegar einhverjar raunhæfar hugmyndir um verðmætasköpun koma fram þá er eins og við manninn mælt að það sé ekki nógu gott. Klámvæðing Íslands er fyrsti raunhæfi valkosturinn við álvæðinguna sem Aurasálin hefur heyrt. Og það besta er auðvitað að hægt er að reka arðvænan áliðnað samhliða blómstrandi klámmyndaiðnaði ásamt undirstöðuatvinnuvegunum, landbúnaði og sjávarútvegi. Hvernig getur unga fólkið verið ósátt við þessa framtíðarsýn?
Aurasálin Markaðir Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira