Börnin í Breiðuvík á hvíta tjaldið 7. febrúar 2007 10:15 Bergsteinn Björgúlfsson. Er að klára heimildarmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík sem hann hefur unnið að í fimm ár. „Ég reikna með því að myndin verði frumsýnd um hvítasunnuhelgina,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson sem er að leggja lokahönd á kvikmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík en málefni þess hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. „Hún verður ekkert í líkingu við þá umfjöllun. Þar hefur fólk verið að smjatta á þessu og fleyta rjómann ofan af málinu,“ segir leikstjórinn. Bergsteinn frétti fyrst af heimilinu í gegnum vin sinn, Inga Gunnar Jóhannesson, sem dvaldist stuttan tíma á gistiheimili í Breiðuvík þegar hann vann sem leiðsögumaður fyrir fimm árum síðan. „Húsráðandi sýndi honum fangaklefa heimilisins og hann sagði mér frá því. Ég fór að sjá þetta með mínum eigin augum og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Bergsteinn. Málið reyndist hins vegar síður en svo auðvelt í vinnslu. Fáir vildu tala við Bergstein um reynslu sína frá Breiðuvík og það var ekki fyrr en einn þeirra gaf sig að stíflan brast. „Ég hef eiginlega talað við alla þá sem hafa hugsanlega einhverja reynslu þaðan,“ segir Bergsteinn. Og þá hefur hann jafnframt reynt að hafa uppá „verstu böðlunum“ eins og leikstjórinn orðar það en að sögn Bergsteins eru þeir flestir fallnir frá. „Við höfum jafnframt reynt að ná tali af börnum Þórhalls Hálfdánarsonar, forstöðumanns heimilisins, en þau vilja ekkert með okkur hafa og eru farin í felur,“ útskýrir Bergsteinn. Þau Margrét Jónasdóttir og Kristinn Hrafnsson hafa verið Bergsteini innan handar og tekið viðtöl við fórnarlömbin. Bergsteinn býst við því að myndin eigi eftir vekja upp spurningar um hvernig þessi mál standi í dag. „Því þarna voru eyðilögð líf fjölda barna og unglinga.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Ég reikna með því að myndin verði frumsýnd um hvítasunnuhelgina,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson sem er að leggja lokahönd á kvikmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík en málefni þess hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. „Hún verður ekkert í líkingu við þá umfjöllun. Þar hefur fólk verið að smjatta á þessu og fleyta rjómann ofan af málinu,“ segir leikstjórinn. Bergsteinn frétti fyrst af heimilinu í gegnum vin sinn, Inga Gunnar Jóhannesson, sem dvaldist stuttan tíma á gistiheimili í Breiðuvík þegar hann vann sem leiðsögumaður fyrir fimm árum síðan. „Húsráðandi sýndi honum fangaklefa heimilisins og hann sagði mér frá því. Ég fór að sjá þetta með mínum eigin augum og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Bergsteinn. Málið reyndist hins vegar síður en svo auðvelt í vinnslu. Fáir vildu tala við Bergstein um reynslu sína frá Breiðuvík og það var ekki fyrr en einn þeirra gaf sig að stíflan brast. „Ég hef eiginlega talað við alla þá sem hafa hugsanlega einhverja reynslu þaðan,“ segir Bergsteinn. Og þá hefur hann jafnframt reynt að hafa uppá „verstu böðlunum“ eins og leikstjórinn orðar það en að sögn Bergsteins eru þeir flestir fallnir frá. „Við höfum jafnframt reynt að ná tali af börnum Þórhalls Hálfdánarsonar, forstöðumanns heimilisins, en þau vilja ekkert með okkur hafa og eru farin í felur,“ útskýrir Bergsteinn. Þau Margrét Jónasdóttir og Kristinn Hrafnsson hafa verið Bergsteini innan handar og tekið viðtöl við fórnarlömbin. Bergsteinn býst við því að myndin eigi eftir vekja upp spurningar um hvernig þessi mál standi í dag. „Því þarna voru eyðilögð líf fjölda barna og unglinga.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira