Börnin í Breiðuvík á hvíta tjaldið 7. febrúar 2007 10:15 Bergsteinn Björgúlfsson. Er að klára heimildarmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík sem hann hefur unnið að í fimm ár. „Ég reikna með því að myndin verði frumsýnd um hvítasunnuhelgina,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson sem er að leggja lokahönd á kvikmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík en málefni þess hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. „Hún verður ekkert í líkingu við þá umfjöllun. Þar hefur fólk verið að smjatta á þessu og fleyta rjómann ofan af málinu,“ segir leikstjórinn. Bergsteinn frétti fyrst af heimilinu í gegnum vin sinn, Inga Gunnar Jóhannesson, sem dvaldist stuttan tíma á gistiheimili í Breiðuvík þegar hann vann sem leiðsögumaður fyrir fimm árum síðan. „Húsráðandi sýndi honum fangaklefa heimilisins og hann sagði mér frá því. Ég fór að sjá þetta með mínum eigin augum og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Bergsteinn. Málið reyndist hins vegar síður en svo auðvelt í vinnslu. Fáir vildu tala við Bergstein um reynslu sína frá Breiðuvík og það var ekki fyrr en einn þeirra gaf sig að stíflan brast. „Ég hef eiginlega talað við alla þá sem hafa hugsanlega einhverja reynslu þaðan,“ segir Bergsteinn. Og þá hefur hann jafnframt reynt að hafa uppá „verstu böðlunum“ eins og leikstjórinn orðar það en að sögn Bergsteins eru þeir flestir fallnir frá. „Við höfum jafnframt reynt að ná tali af börnum Þórhalls Hálfdánarsonar, forstöðumanns heimilisins, en þau vilja ekkert með okkur hafa og eru farin í felur,“ útskýrir Bergsteinn. Þau Margrét Jónasdóttir og Kristinn Hrafnsson hafa verið Bergsteini innan handar og tekið viðtöl við fórnarlömbin. Bergsteinn býst við því að myndin eigi eftir vekja upp spurningar um hvernig þessi mál standi í dag. „Því þarna voru eyðilögð líf fjölda barna og unglinga.“ Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Ég reikna með því að myndin verði frumsýnd um hvítasunnuhelgina,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson sem er að leggja lokahönd á kvikmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík en málefni þess hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. „Hún verður ekkert í líkingu við þá umfjöllun. Þar hefur fólk verið að smjatta á þessu og fleyta rjómann ofan af málinu,“ segir leikstjórinn. Bergsteinn frétti fyrst af heimilinu í gegnum vin sinn, Inga Gunnar Jóhannesson, sem dvaldist stuttan tíma á gistiheimili í Breiðuvík þegar hann vann sem leiðsögumaður fyrir fimm árum síðan. „Húsráðandi sýndi honum fangaklefa heimilisins og hann sagði mér frá því. Ég fór að sjá þetta með mínum eigin augum og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Bergsteinn. Málið reyndist hins vegar síður en svo auðvelt í vinnslu. Fáir vildu tala við Bergstein um reynslu sína frá Breiðuvík og það var ekki fyrr en einn þeirra gaf sig að stíflan brast. „Ég hef eiginlega talað við alla þá sem hafa hugsanlega einhverja reynslu þaðan,“ segir Bergsteinn. Og þá hefur hann jafnframt reynt að hafa uppá „verstu böðlunum“ eins og leikstjórinn orðar það en að sögn Bergsteins eru þeir flestir fallnir frá. „Við höfum jafnframt reynt að ná tali af börnum Þórhalls Hálfdánarsonar, forstöðumanns heimilisins, en þau vilja ekkert með okkur hafa og eru farin í felur,“ útskýrir Bergsteinn. Þau Margrét Jónasdóttir og Kristinn Hrafnsson hafa verið Bergsteini innan handar og tekið viðtöl við fórnarlömbin. Bergsteinn býst við því að myndin eigi eftir vekja upp spurningar um hvernig þessi mál standi í dag. „Því þarna voru eyðilögð líf fjölda barna og unglinga.“
Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira