Félagsþjónusta auðmanna 24. janúar 2007 05:30 Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Vinur Aurasálarinnar er mjög ánægður með þjónustu bankanna og þá sérstaklega félagsþjónustu þeirra. Þeir hafa raunar séð honum algjörlega fyrir félagslífi síðustu árin, eða alveg síðan hann hætti að borga yfirdrátt og byrjaði að innheimta vexti af innlánum sínum, fékk Platínumkort og byrjaði að sýsla með verðbréf. En það eru ekki bara bankarnir sem bjóða upp á félagslíf því auðmennirnir eru líka duglegir við að bjóða hver öðrum í veglegar veislur, gjarnan fyrir milligöngu almenningshlutafélaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Nú síðast var vini Aurasálarinnar boðið í afmæli hjá framsóknarmanni. Sú var tíðin að framsóknarmenn létu sér nægja að bjóða upp á nokkrar brennivínsflöskur á ráðherraverði og fengu Geirmund Valtýsson til að taka nokkra slagara. En það er liðin tíð. Nú getur hin nýja kynslóð framsóknarmanna boðið mönnum upp á ógleymanlegar veislur. Einn auðmaður bauð um daginn upp á emúaegg í forrétt, kengúrukjöt í aðalrétt (kengúrurnar voru fluttar lifandi til landsins með einkaþotu auðmannsins) og ekvadórskt eðalsúkkulaði í eftirrétt, borið fram á bráðnu gullbeði. Annar, ekki minni auðmaður, bauð í einni veislu upp á smjörsteikta fálkavængi í forrétt, kryddlegin ljónshjörtu í aðalrétt og Antarktíku-vanilluís í eftirrétt, en ísinn var kældur með sérinnfluttri ísbreiðu úr Weddelhafi. Auðmaðurinn sem vinur Aurasálarinnar fór í afmæli til um helgina var ákaflega rausnalegur á afmælisdaginn. Hann gaf milljarð til góðgerðarmála – og meira að segja Aurasálin á erfitt með að pirrast út í það. Sá hinn sami sannaði hins vegar að allur heimsins peningur getur ekki keypt góðan smekk á tónlist. Markaðir Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Vinur Aurasálarinnar er mjög ánægður með þjónustu bankanna og þá sérstaklega félagsþjónustu þeirra. Þeir hafa raunar séð honum algjörlega fyrir félagslífi síðustu árin, eða alveg síðan hann hætti að borga yfirdrátt og byrjaði að innheimta vexti af innlánum sínum, fékk Platínumkort og byrjaði að sýsla með verðbréf. En það eru ekki bara bankarnir sem bjóða upp á félagslíf því auðmennirnir eru líka duglegir við að bjóða hver öðrum í veglegar veislur, gjarnan fyrir milligöngu almenningshlutafélaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Nú síðast var vini Aurasálarinnar boðið í afmæli hjá framsóknarmanni. Sú var tíðin að framsóknarmenn létu sér nægja að bjóða upp á nokkrar brennivínsflöskur á ráðherraverði og fengu Geirmund Valtýsson til að taka nokkra slagara. En það er liðin tíð. Nú getur hin nýja kynslóð framsóknarmanna boðið mönnum upp á ógleymanlegar veislur. Einn auðmaður bauð um daginn upp á emúaegg í forrétt, kengúrukjöt í aðalrétt (kengúrurnar voru fluttar lifandi til landsins með einkaþotu auðmannsins) og ekvadórskt eðalsúkkulaði í eftirrétt, borið fram á bráðnu gullbeði. Annar, ekki minni auðmaður, bauð í einni veislu upp á smjörsteikta fálkavængi í forrétt, kryddlegin ljónshjörtu í aðalrétt og Antarktíku-vanilluís í eftirrétt, en ísinn var kældur með sérinnfluttri ísbreiðu úr Weddelhafi. Auðmaðurinn sem vinur Aurasálarinnar fór í afmæli til um helgina var ákaflega rausnalegur á afmælisdaginn. Hann gaf milljarð til góðgerðarmála – og meira að segja Aurasálin á erfitt með að pirrast út í það. Sá hinn sami sannaði hins vegar að allur heimsins peningur getur ekki keypt góðan smekk á tónlist.
Markaðir Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira