Krónan er steri 17. janúar 2007 09:33 Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. Flugeldasýning hagkerfisins heldur áfram. Bæði er ríkið slappt í hagstjórn og þá ekki síður sveitarfélögin, en þar er mallað á yfirdrættinum endalaust. Svo munu rísa álver úti um allar koppagrundir og sjá til þess að þenslan verði alveg botnlaus. Maður verður í vaxtaveislu hjá Seðlabankanum alveg til 2011 ef að líkum lætur. Þá verð ég reyndar orðinn svo ríkur að það verður alveg hætt að skipta máli hvar ég fjárfesti. Lágir vextir af dreifðu eignasafni munu sjá mér fyrir lífeyri sem dugar fyrir nauðþurftum míns hófstillta lífsstíls. Sá hófstillti lífsstíll er reyndar þannig að ég lifi betra lífi en Loðvík 14. á sínum tíma, reyndar með færri þjóna. Þjónustan er hins vegar úti um allt og ég þarf ekki að hafa sömu áhyggjur af starfsmannahaldi og kallinn. Það veit líka enginn hver ég er svo það dregur úr líkum á að maður verði afhausaður. Eina áhyggjuefnið núna er hvernig krónan á eftir að haga sér. Eins og róni kemur óorði á vín, þá kemur krónan óorði á markaðinn hér heima. Krónan var algjör bjargvættur í þenslunni núna. Það að hafa haft krónu undanfarin ár er eins og að vera á sterum. Maður blæs út og verður vöðvastæltur ef maður æfir. Þannig hefur efnahagslífið verið. Sterk króna hefur verið nýtt til erlendra fjárfestinga og ódýrt erlent lánsfé stutt við útrásina. Sterar eru ekki án aukaverkana. Fyrst verður maður rámur, geðstirður með sístöðu sem er reyndar ekki alslæmt. Síðan taka við alvarlegri aukaverkanir. Maður verður ljótur og bólugrafinn og eistun rýrna. Þá tekur pattstaða við a sístöðunni. Það er ekki gott ástand og langt því frá eftirsóknarvert. Galdurinn er að hætta leik þá hæst hann stendur og þá nýtur maður ávaxtanna af vextinum og sleppur við verstu aukaverkanirnar. Menn þurfa því að fara að hugsa út fyrir það tímabil þegar stærstu stóriðjufjárfestingarnar eru að baki. Skynsamlegast er náttúrlega að borða hollt fæði, reyna hæfilega á sig og vera í toppformi á öllum sviðum. Maður verður ekki eins hrikalegt vöðvabúnt fyrir vikið, en miklu þægilegri í umgengni og líður svo miklu betur og endist miklu betur. Það er nefnilega betra að vera heilbrigður en stór. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. Flugeldasýning hagkerfisins heldur áfram. Bæði er ríkið slappt í hagstjórn og þá ekki síður sveitarfélögin, en þar er mallað á yfirdrættinum endalaust. Svo munu rísa álver úti um allar koppagrundir og sjá til þess að þenslan verði alveg botnlaus. Maður verður í vaxtaveislu hjá Seðlabankanum alveg til 2011 ef að líkum lætur. Þá verð ég reyndar orðinn svo ríkur að það verður alveg hætt að skipta máli hvar ég fjárfesti. Lágir vextir af dreifðu eignasafni munu sjá mér fyrir lífeyri sem dugar fyrir nauðþurftum míns hófstillta lífsstíls. Sá hófstillti lífsstíll er reyndar þannig að ég lifi betra lífi en Loðvík 14. á sínum tíma, reyndar með færri þjóna. Þjónustan er hins vegar úti um allt og ég þarf ekki að hafa sömu áhyggjur af starfsmannahaldi og kallinn. Það veit líka enginn hver ég er svo það dregur úr líkum á að maður verði afhausaður. Eina áhyggjuefnið núna er hvernig krónan á eftir að haga sér. Eins og róni kemur óorði á vín, þá kemur krónan óorði á markaðinn hér heima. Krónan var algjör bjargvættur í þenslunni núna. Það að hafa haft krónu undanfarin ár er eins og að vera á sterum. Maður blæs út og verður vöðvastæltur ef maður æfir. Þannig hefur efnahagslífið verið. Sterk króna hefur verið nýtt til erlendra fjárfestinga og ódýrt erlent lánsfé stutt við útrásina. Sterar eru ekki án aukaverkana. Fyrst verður maður rámur, geðstirður með sístöðu sem er reyndar ekki alslæmt. Síðan taka við alvarlegri aukaverkanir. Maður verður ljótur og bólugrafinn og eistun rýrna. Þá tekur pattstaða við a sístöðunni. Það er ekki gott ástand og langt því frá eftirsóknarvert. Galdurinn er að hætta leik þá hæst hann stendur og þá nýtur maður ávaxtanna af vextinum og sleppur við verstu aukaverkanirnar. Menn þurfa því að fara að hugsa út fyrir það tímabil þegar stærstu stóriðjufjárfestingarnar eru að baki. Skynsamlegast er náttúrlega að borða hollt fæði, reyna hæfilega á sig og vera í toppformi á öllum sviðum. Maður verður ekki eins hrikalegt vöðvabúnt fyrir vikið, en miklu þægilegri í umgengni og líður svo miklu betur og endist miklu betur. Það er nefnilega betra að vera heilbrigður en stór. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent