Með skógrækt má breyta útblæstri í peninga 10. janúar 2007 07:00 Alþjóðasamningar um leiðir til að draga úr útblæstri hafa búið til möguleika á viðskiptum með útblásturskvóta. Þannig geta fyrirtæki jafnað út útblástur frá iðnaði sínum með því að „binda hann“ í umhverfisvænum verkefnum á borð við skógrækt. MYND//Kristinn Gunnarsson Forvígismenn skógræktar hér á landi sjá tækifæri í viðskiptum með útblásturskvóta þar sem á hagkvæman hátt megi binda kolefni í skógrækt hér á landi. Ísland er aðili að alþjóðasamningum um takmörkun útblásturs, þótt við Kyoto-bókunina hafi verið gert sérstakt ákvæði um séraðstæður hér. Á móti getur landið ekki tekið þátt í viðskiptum með útblásturskvóta sem hafinn er annars staðar í heiminum. Þetta kann þó að breytast þegar næsta samningstímabil sáttmálans tekur gildi eftir árið 2012. Skógræktarmenn segja að hefja verði strax undirbúning til að vera í kjörstöðu þegar fram í sækir, enda sé skógrækt áratugaverkefni. Líklegt er talið að settar verði enn frekari hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda og þar með verði útblásturskvótar enn verðmætari en nú. Þá sé jafnvel fyrirséð, gangi eftir allar þær álversframkvæmdir sem hér munu vera á teikniborðinu, að landið fari fram úr þeim heimildum sem Kyoto-bókunin gerir ráð fyrir.Gróði eftir 33 árSkógræktar-mennirnir Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður og Arnór Snorrason skógfræðingur á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. MYND/AntonÍ grein Arnórs Snorrasonar, skógfræðings á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í nýjasta hefti Skógræktarritsins sem Skógræktarfélag Íslands gefur út, er í fyrsta sinn gerð tilraun til að setja verðmiða á skógrækt hér á landi.Í greininni kemur fram að verði nýskógrækt hér þrefölduð, þannig að skógur þeki hér um fimm prósent af láglendi árið 2040 megi, miðað við 1.700 króna markaðsverð á kolefnistonni í Evrópu í haust, hafa verulegar tekjur af skógrækt þegar fram í sækir. Árin 2040 til 2080 segir hann tekjur geta numið tveimur milljörðum á ári og þá er búið að gera ráð fyrir kostnaði. Hann segir ljóst að hagnaður vegna kolefnisbindingar geti þannig auðveldlega staðið undir fjárfestingu í nýskógrækt.„Stóri óvissuþátturinn er verðmæti losunarheimilda. Það verð stýrist mjög af því hve vel þjóðum heims tekst að takast á við vandann og draga úr losuninni," segir hann en kveður um leið líklegt að í næstu samningum um losunarheimildir verði krafist enn frekari samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem þá muni eflaust skila sér í hærra verði á losunarheimildunum. Aðspurður áréttar Arnór að hvort sem haldið verði áfram að gróðursetja fimm milljónir plantna á ári, eins og nú er, eða farið í aukna gróðursetningu sem áætluð var með landshlutaverkefnum verði hagnaður af nýskógrækt eftir árið 2040.„Við förum þá að hafa hreinar tekjur af þessari starfsemi á hverju ári, út frá þeim forsendum sem liggja að baki greininni. Og það er svo sem ekkert bendir til þess að verð á losunarheimildum lækki. Þrýstingurinn er frekar í hina áttina." Arnór áréttar að nægt landrými sé fyrir hendi, enda nemi fimm prósent landrýmis ekki nema 215 þúsund hekturum. „Það er alveg landrými til að halda áfram, spurningin er bara hvað þjóðin vill gera."Lagaumhverfi vantarVið þingvallavatn. Hægt er að reikna út hversu mikið þarf að rækta til að bæta upp losun gróðurhúsalofttegunda frá hvers konar starfsemi. Þannig gæti skógrækt á sem nemur einum hektara lands bundið losun frá einkabíl í hundrað ár. MYND/GVAAðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá segir lykilatriði að ræktun nýrra skóga sé samkvæmt Kyoto-bókuninni jafngild leið og að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Þá segir hann að hér á landi séu meiri möguleikar á að nýta þá leið en í löndum Evrópu, enda landrými nægt. „Við eigum mikið af illa förnu landi sem nýtist tíl lítils annars en að horfa á það," segir hann og bendir á að möguleikarnir til þess að binda kolefni með þessum hætti séu mestir í löndum þar sem ekki er mikill skógur fyrir, þar sem hægt er að rækta hann upp og ekki er mikil samkeppni um nýtingu á landinu til annarra nota.„Á hinum Norðurlöndunum eru ekki sömu möguleikar á að nýta nýskógrækt sem leið til að draga úr losun. Svíþjóð er að 70 prósentum vaxin skógi, Finnland að 80 prósentum og Noregur vaxinn skógi alls staðar nema í fjöllum og lítið er um láglendi. Danmörk er mjög þéttbýl og mjög þéttbær landbúnaður og þar af leiðandi mikil samkeppni um not á því landi," segir hann og bætir við um Suður-Evrópu þar sem skógur geti vaxið gildi það sama og í Danmörku. „Þar er miklu meiri samkeppni um landið til matvælaframleiðslu. Nánast allt akuryrkjuland í heiminum er þar sem áður stóð skógur áður en menning varð til." Aðalsteinn segist vita til þess að á Norðurlandabúar hafi litið til þess að hér kynni að vera hægt að fjárfesta í kolefni með skógrækt og að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað í þá átt.Aðalsteinn bendir á að ungir skógar hér á landi, sem gróðursettir séu eftir 1990 og teljist þar með „Kyoto-skógar" bindi um þessar mundir um átta prósent af heildarlosun Íslendinga af gróðurhúsalofttegundum á ári hverju. Hann segir að ef farin yrði leiðin sem Arnór stingur upp á í grein sinni í Skógræktarritinu værum við eftir tæpa hálfa öld komin í þá stöðu að helmingur allrar losunar hér á ári hverju yrði bundinn í skógum. „Svo bætist við að kolefni er að verða verðmæti," segir hann og telur ekki loku fyrir það skotið að í framtíðinni kynnu gjaldmiðlar landa að styðjast við kolefnisfót, með sama hætti oggullfót áður. „Í hverju í tonni koltvísýrings sem ekki er losað eða er bundið með einhverjum hætti er u svo mikil verðmæti. Þetta kemur til viðbótar við önnur hefðbundin verðmæti sem tengd hafa verið skógrækt svo sem timbur, skjól, minni jarðvegseyðing og aðrir slíkir hlutir."Enn er þó margt á reiki um hver næstu skref verða í reglusetningum um bindingu gróðurhúsalofttegunda og ekki mikil umræða um málið í atvinnulífinu hér. Aðalsteinn segir umræðuna lengra komna, til dæmis á vettvangi Evrópusambandsins, þar sem nú síðast hafi borist fregnir af sérstökum skatti sem leggja eigi á flug til og frá Evrópu vegna flugsins. „Svo gáfu Norðmenn í jólagjafir bundið tonn af koltvísýringi." Til þess að markaður geti orðið til hér segir Aðalsteinn að ekki vanti annað hér en lagaumhverfi. „Tryggja þarf eignarhaldsákvæði á þessum kvóta sem er að verða til. Ég bind vonir mínar við það að þessi lagarammi verði til og þá kemur skógrækt sjálfkrafa til sem einn liðurinn í því umhverfi sem til verður."Unnið að ramma um viðskiptiHugi ÓlafssonHugi Ólafsson, skrifstofustjóri á skrifstofu sjálfbærrar þróunar og alþjóðamála í umhverfisráðuneytinu segir að eins og nú sé búið um hnútana getum við ekki selt úr landi kolefniskvóta út af „íslenska ákvæðinu" svokallaða. „Í þeirri loftslagsstefnu sem núna er í gildi er ekki gert ráð fyrir miklum viðskiptum innanlands. Við höfum talið að við yrðum innan okkar skuldbindinga. Til dæmis erum við ekki með mikið af fyrirtækjum hér sem fá úthlutað kvótum í Evrópu. Að miklu leyti eru það orkuver sem brenna olíu, kolum og jarðgasi. Álver eru til dæmis ekki þar á meðal. Hins vegar er ekki útlilokað að hér þróist einhver kolefnismarkaður í framtíðinni. Síðan er þetta auðvitað pólitískt metnaðarmál að sýna að við séum á réttri leið og sýnum viðleitni til að minnka losun og auka bindingu."Í ársbyrjun 2005 fór af stað fyrsti vísirinn að kvótakerfi Evrópusambandsins með kolefnisbindingu þótt við hér séum ekki þátttakendur í því. „Það er hins vegar ekki ólíklegt að þetta þróist þannig í framtíðinni að til verði nokkurs konar kolefnishagkerfi og við munum taka þátt í því."Til skemmri tíma litið hefur þjóðin ákveðnar útblástursheimildir og segir Hugi spár hafa bent til þess að við yrðum innan þeirra. „Ef hins vegar verður farið í alla þá stóriðju sem verið hefur í umræðunni, til dæmis stækkun í Straumsvík, álver í Helguvík og á Húsavík þá erum við komin yfir þessar heimildir í lok tímabilsins," segir hann og kveður því nokkra óvissu ríkjandi um hvað við tekur árið 2013. „Það er auðvitað nokkuð sem við þurfum að gera ráð fyrir."Hugi segir að þótt rætt hafi verið um skort á lagaramma um kolefnisviðskipti hér hafi fyrsta skrefið í þá átt þegar verið stigið í lögum um skráningu gróðurhúsalofttegunda sem samþykkt voru á Alþingi síðasta vor. „Þar er kveðið á um að við setjum upp svokallað skráningarkerfi, sem segja má að sé nokkurs konar rafrænn banki fyrir heimildir. Þetta er nokkuð sem öll ríki þurfa að setja upp samkvæmt Kyoto-bókuninni, og er forsenda fyrir því að svona viðskipti geti farið fram. Árið 2008 úthlutar skrifstofa Kyoto-bókunarinnar okkur heimildum sem lagðar verða inn á þetta skráningarkerfi eða netbanka og okkur svo frjálst að deila því út á reikninga til einstakra fyrirtækja. Þá geta menn verslað með slíkar heimildir."Hugi segir nefndina sem vann að undirbúningi þessara laga, en hún er á vegum umhverfis- iðnaðar- og fjármálaráðuneytis, hafa fengið umboð til að halda áfram störfum og bæta við lögin með það fyrir augum að tryggja að við yrðum innan okkar skuldbindinga. „Þó að spár bendi til þess að við verðum fyrir innan, teljum við að það þurfi að vera til reglur um úthlutun á þessu íslenska ákvæði, bæði til að skapa ákveðna festu varðandi það og eins ef til kæmi einhver starfsemi umfram það sem nú er inni í spám," segir Hugi og bætir við að í lok þessa árs sé gert ráð fyrir því að línur hafi skýrst í þessum efnum.Huga þarf að jafnræði fyrirtækjaPétur ReimarssonPétur Reimarsson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að í kolefnisbókhaldi fyrir Ísland sem skila eigi inn á skrifstofu alþjóðasamningsins um loftlagsmálefni sé heimilt að setja að hluta kolefni sem bundið sé í skógum og landgræðslu. „Og að hluta er slík binding nú þegar inni í bókhaldinu. Ríkin sem aðilar eru að loftslagssamningnum hafa beitt ýmsum aðferðum til að létta það sem þau þurfa að gera að öðrum kosti, þar er með talin skógrækt og landgræðsla og síðan að ráðast í verkefni í þróunarríkjum eða öðrum aðildarríkjum sem tekið hafa að sér skuldbindingar samkvæmt Kyoto, til dæmis í austantjaldsríkum og víðar. Þetta gera menn í töluvert miklu mæli." Pétur segir í raun ekki skipta máli fyrir umhverfið hvort dregið verði úr útstreymi með því að binda í skógrækt hér á landi eða með bindingu í öðrum skógum eða verkefnum í þróunarríkjum. „Ef menn vilja hér fara þessa leið þá höfum við lagt á það ríka áherslu að hér yrði reynt að hafa þær aðgerðir eins hagkvæmar og frekast er unnt."Pétur bendir á að verð kolefnisheimilda sveiflist til og frá og því í raun erfitt að gefa sér nokkuð um framtíðarhagkvæmni þess að binda útblástur í skógum hér á landi. „Verðið á kolefnistonni í Evrópusambandinu er á milli fjórar og fimm evrur og er líklega svipað við að ráðast í verkefni í þróunarríkjunum. Íslensk skógrækt held ég að sé ekki endilega mjög samkeppnishæf við það."Pétur segir að varðandi reglur um bindingu útblásturs þurfi að hafa hér almennar reglur sem atvinnulífið hér og í öðrum löndum gangist undir á svipuðum tíma. „Og að ekki sé þá verið að skekkja samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart öðrum löndum." Hann segir að standi vilji manna til þess að opna fyrir heimildir fyrirtækja til að binda útblástur í skógum þurfi að opna fyrir að hægt sé að binda hann eftir öðrum leiðum erlendis líka. Tryggja verði að gera megi hlutina á eins hagkvæman hátt og frekast sé unnt. „Á næstu áratugum verður mest aukning í útstreymi í þróunarríkjunum og þar er helst bent á Indland og Kína," segir Pétur. „Atvinnulífið leggur því áherslu á að leita megi hagkvæmustu leiða og þær verði ekki bundnar við Ísland. Í þessu er ekki frekar en í öðrum viðskiptum hægt að líta einangrað á eitt ríki."Pétur segir nýjar tillögur Evrópusambandsins gera ráð fyrir að frá 2004 til 2006 fái fyrirtæki í flugi úthlutað meðalútstreymi frá starfseminni, en alla aukningu þurfi þau að ná sér í annars staðar frá. „Það gera menn ekki með skógrækt á Íslandi. Menn ná sér þá í heimildir þar sem þær eru hagkvæmastar og ódýrastar. Það getur verið með margvíslegum verkefnum víðs vegar um heim og inn í þá röð þarf íslensk skógrækt að raða sér," segir hann og bendir á að sem stendur bendi ekkert til annars en Ísland fái staðið við allar skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni. „En hvað síðan tekur við þegar Kyoto-tímabilinu lýkur árið 2012 vita menn bara ekki. Um það á eftir að semja á alþjóðavísu og ólíklegt að það takist fyrr en 2009 eða 2010. Það eru því nokkur ár í að menn sjái hvað tekur við af þessu." Undir smásjánni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forvígismenn skógræktar hér á landi sjá tækifæri í viðskiptum með útblásturskvóta þar sem á hagkvæman hátt megi binda kolefni í skógrækt hér á landi. Ísland er aðili að alþjóðasamningum um takmörkun útblásturs, þótt við Kyoto-bókunina hafi verið gert sérstakt ákvæði um séraðstæður hér. Á móti getur landið ekki tekið þátt í viðskiptum með útblásturskvóta sem hafinn er annars staðar í heiminum. Þetta kann þó að breytast þegar næsta samningstímabil sáttmálans tekur gildi eftir árið 2012. Skógræktarmenn segja að hefja verði strax undirbúning til að vera í kjörstöðu þegar fram í sækir, enda sé skógrækt áratugaverkefni. Líklegt er talið að settar verði enn frekari hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda og þar með verði útblásturskvótar enn verðmætari en nú. Þá sé jafnvel fyrirséð, gangi eftir allar þær álversframkvæmdir sem hér munu vera á teikniborðinu, að landið fari fram úr þeim heimildum sem Kyoto-bókunin gerir ráð fyrir.Gróði eftir 33 árSkógræktar-mennirnir Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður og Arnór Snorrason skógfræðingur á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. MYND/AntonÍ grein Arnórs Snorrasonar, skógfræðings á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í nýjasta hefti Skógræktarritsins sem Skógræktarfélag Íslands gefur út, er í fyrsta sinn gerð tilraun til að setja verðmiða á skógrækt hér á landi.Í greininni kemur fram að verði nýskógrækt hér þrefölduð, þannig að skógur þeki hér um fimm prósent af láglendi árið 2040 megi, miðað við 1.700 króna markaðsverð á kolefnistonni í Evrópu í haust, hafa verulegar tekjur af skógrækt þegar fram í sækir. Árin 2040 til 2080 segir hann tekjur geta numið tveimur milljörðum á ári og þá er búið að gera ráð fyrir kostnaði. Hann segir ljóst að hagnaður vegna kolefnisbindingar geti þannig auðveldlega staðið undir fjárfestingu í nýskógrækt.„Stóri óvissuþátturinn er verðmæti losunarheimilda. Það verð stýrist mjög af því hve vel þjóðum heims tekst að takast á við vandann og draga úr losuninni," segir hann en kveður um leið líklegt að í næstu samningum um losunarheimildir verði krafist enn frekari samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem þá muni eflaust skila sér í hærra verði á losunarheimildunum. Aðspurður áréttar Arnór að hvort sem haldið verði áfram að gróðursetja fimm milljónir plantna á ári, eins og nú er, eða farið í aukna gróðursetningu sem áætluð var með landshlutaverkefnum verði hagnaður af nýskógrækt eftir árið 2040.„Við förum þá að hafa hreinar tekjur af þessari starfsemi á hverju ári, út frá þeim forsendum sem liggja að baki greininni. Og það er svo sem ekkert bendir til þess að verð á losunarheimildum lækki. Þrýstingurinn er frekar í hina áttina." Arnór áréttar að nægt landrými sé fyrir hendi, enda nemi fimm prósent landrýmis ekki nema 215 þúsund hekturum. „Það er alveg landrými til að halda áfram, spurningin er bara hvað þjóðin vill gera."Lagaumhverfi vantarVið þingvallavatn. Hægt er að reikna út hversu mikið þarf að rækta til að bæta upp losun gróðurhúsalofttegunda frá hvers konar starfsemi. Þannig gæti skógrækt á sem nemur einum hektara lands bundið losun frá einkabíl í hundrað ár. MYND/GVAAðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá segir lykilatriði að ræktun nýrra skóga sé samkvæmt Kyoto-bókuninni jafngild leið og að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Þá segir hann að hér á landi séu meiri möguleikar á að nýta þá leið en í löndum Evrópu, enda landrými nægt. „Við eigum mikið af illa förnu landi sem nýtist tíl lítils annars en að horfa á það," segir hann og bendir á að möguleikarnir til þess að binda kolefni með þessum hætti séu mestir í löndum þar sem ekki er mikill skógur fyrir, þar sem hægt er að rækta hann upp og ekki er mikil samkeppni um nýtingu á landinu til annarra nota.„Á hinum Norðurlöndunum eru ekki sömu möguleikar á að nýta nýskógrækt sem leið til að draga úr losun. Svíþjóð er að 70 prósentum vaxin skógi, Finnland að 80 prósentum og Noregur vaxinn skógi alls staðar nema í fjöllum og lítið er um láglendi. Danmörk er mjög þéttbýl og mjög þéttbær landbúnaður og þar af leiðandi mikil samkeppni um not á því landi," segir hann og bætir við um Suður-Evrópu þar sem skógur geti vaxið gildi það sama og í Danmörku. „Þar er miklu meiri samkeppni um landið til matvælaframleiðslu. Nánast allt akuryrkjuland í heiminum er þar sem áður stóð skógur áður en menning varð til." Aðalsteinn segist vita til þess að á Norðurlandabúar hafi litið til þess að hér kynni að vera hægt að fjárfesta í kolefni með skógrækt og að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað í þá átt.Aðalsteinn bendir á að ungir skógar hér á landi, sem gróðursettir séu eftir 1990 og teljist þar með „Kyoto-skógar" bindi um þessar mundir um átta prósent af heildarlosun Íslendinga af gróðurhúsalofttegundum á ári hverju. Hann segir að ef farin yrði leiðin sem Arnór stingur upp á í grein sinni í Skógræktarritinu værum við eftir tæpa hálfa öld komin í þá stöðu að helmingur allrar losunar hér á ári hverju yrði bundinn í skógum. „Svo bætist við að kolefni er að verða verðmæti," segir hann og telur ekki loku fyrir það skotið að í framtíðinni kynnu gjaldmiðlar landa að styðjast við kolefnisfót, með sama hætti oggullfót áður. „Í hverju í tonni koltvísýrings sem ekki er losað eða er bundið með einhverjum hætti er u svo mikil verðmæti. Þetta kemur til viðbótar við önnur hefðbundin verðmæti sem tengd hafa verið skógrækt svo sem timbur, skjól, minni jarðvegseyðing og aðrir slíkir hlutir."Enn er þó margt á reiki um hver næstu skref verða í reglusetningum um bindingu gróðurhúsalofttegunda og ekki mikil umræða um málið í atvinnulífinu hér. Aðalsteinn segir umræðuna lengra komna, til dæmis á vettvangi Evrópusambandsins, þar sem nú síðast hafi borist fregnir af sérstökum skatti sem leggja eigi á flug til og frá Evrópu vegna flugsins. „Svo gáfu Norðmenn í jólagjafir bundið tonn af koltvísýringi." Til þess að markaður geti orðið til hér segir Aðalsteinn að ekki vanti annað hér en lagaumhverfi. „Tryggja þarf eignarhaldsákvæði á þessum kvóta sem er að verða til. Ég bind vonir mínar við það að þessi lagarammi verði til og þá kemur skógrækt sjálfkrafa til sem einn liðurinn í því umhverfi sem til verður."Unnið að ramma um viðskiptiHugi ÓlafssonHugi Ólafsson, skrifstofustjóri á skrifstofu sjálfbærrar þróunar og alþjóðamála í umhverfisráðuneytinu segir að eins og nú sé búið um hnútana getum við ekki selt úr landi kolefniskvóta út af „íslenska ákvæðinu" svokallaða. „Í þeirri loftslagsstefnu sem núna er í gildi er ekki gert ráð fyrir miklum viðskiptum innanlands. Við höfum talið að við yrðum innan okkar skuldbindinga. Til dæmis erum við ekki með mikið af fyrirtækjum hér sem fá úthlutað kvótum í Evrópu. Að miklu leyti eru það orkuver sem brenna olíu, kolum og jarðgasi. Álver eru til dæmis ekki þar á meðal. Hins vegar er ekki útlilokað að hér þróist einhver kolefnismarkaður í framtíðinni. Síðan er þetta auðvitað pólitískt metnaðarmál að sýna að við séum á réttri leið og sýnum viðleitni til að minnka losun og auka bindingu."Í ársbyrjun 2005 fór af stað fyrsti vísirinn að kvótakerfi Evrópusambandsins með kolefnisbindingu þótt við hér séum ekki þátttakendur í því. „Það er hins vegar ekki ólíklegt að þetta þróist þannig í framtíðinni að til verði nokkurs konar kolefnishagkerfi og við munum taka þátt í því."Til skemmri tíma litið hefur þjóðin ákveðnar útblástursheimildir og segir Hugi spár hafa bent til þess að við yrðum innan þeirra. „Ef hins vegar verður farið í alla þá stóriðju sem verið hefur í umræðunni, til dæmis stækkun í Straumsvík, álver í Helguvík og á Húsavík þá erum við komin yfir þessar heimildir í lok tímabilsins," segir hann og kveður því nokkra óvissu ríkjandi um hvað við tekur árið 2013. „Það er auðvitað nokkuð sem við þurfum að gera ráð fyrir."Hugi segir að þótt rætt hafi verið um skort á lagaramma um kolefnisviðskipti hér hafi fyrsta skrefið í þá átt þegar verið stigið í lögum um skráningu gróðurhúsalofttegunda sem samþykkt voru á Alþingi síðasta vor. „Þar er kveðið á um að við setjum upp svokallað skráningarkerfi, sem segja má að sé nokkurs konar rafrænn banki fyrir heimildir. Þetta er nokkuð sem öll ríki þurfa að setja upp samkvæmt Kyoto-bókuninni, og er forsenda fyrir því að svona viðskipti geti farið fram. Árið 2008 úthlutar skrifstofa Kyoto-bókunarinnar okkur heimildum sem lagðar verða inn á þetta skráningarkerfi eða netbanka og okkur svo frjálst að deila því út á reikninga til einstakra fyrirtækja. Þá geta menn verslað með slíkar heimildir."Hugi segir nefndina sem vann að undirbúningi þessara laga, en hún er á vegum umhverfis- iðnaðar- og fjármálaráðuneytis, hafa fengið umboð til að halda áfram störfum og bæta við lögin með það fyrir augum að tryggja að við yrðum innan okkar skuldbindinga. „Þó að spár bendi til þess að við verðum fyrir innan, teljum við að það þurfi að vera til reglur um úthlutun á þessu íslenska ákvæði, bæði til að skapa ákveðna festu varðandi það og eins ef til kæmi einhver starfsemi umfram það sem nú er inni í spám," segir Hugi og bætir við að í lok þessa árs sé gert ráð fyrir því að línur hafi skýrst í þessum efnum.Huga þarf að jafnræði fyrirtækjaPétur ReimarssonPétur Reimarsson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að í kolefnisbókhaldi fyrir Ísland sem skila eigi inn á skrifstofu alþjóðasamningsins um loftlagsmálefni sé heimilt að setja að hluta kolefni sem bundið sé í skógum og landgræðslu. „Og að hluta er slík binding nú þegar inni í bókhaldinu. Ríkin sem aðilar eru að loftslagssamningnum hafa beitt ýmsum aðferðum til að létta það sem þau þurfa að gera að öðrum kosti, þar er með talin skógrækt og landgræðsla og síðan að ráðast í verkefni í þróunarríkjum eða öðrum aðildarríkjum sem tekið hafa að sér skuldbindingar samkvæmt Kyoto, til dæmis í austantjaldsríkum og víðar. Þetta gera menn í töluvert miklu mæli." Pétur segir í raun ekki skipta máli fyrir umhverfið hvort dregið verði úr útstreymi með því að binda í skógrækt hér á landi eða með bindingu í öðrum skógum eða verkefnum í þróunarríkjum. „Ef menn vilja hér fara þessa leið þá höfum við lagt á það ríka áherslu að hér yrði reynt að hafa þær aðgerðir eins hagkvæmar og frekast er unnt."Pétur bendir á að verð kolefnisheimilda sveiflist til og frá og því í raun erfitt að gefa sér nokkuð um framtíðarhagkvæmni þess að binda útblástur í skógum hér á landi. „Verðið á kolefnistonni í Evrópusambandinu er á milli fjórar og fimm evrur og er líklega svipað við að ráðast í verkefni í þróunarríkjunum. Íslensk skógrækt held ég að sé ekki endilega mjög samkeppnishæf við það."Pétur segir að varðandi reglur um bindingu útblásturs þurfi að hafa hér almennar reglur sem atvinnulífið hér og í öðrum löndum gangist undir á svipuðum tíma. „Og að ekki sé þá verið að skekkja samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart öðrum löndum." Hann segir að standi vilji manna til þess að opna fyrir heimildir fyrirtækja til að binda útblástur í skógum þurfi að opna fyrir að hægt sé að binda hann eftir öðrum leiðum erlendis líka. Tryggja verði að gera megi hlutina á eins hagkvæman hátt og frekast sé unnt. „Á næstu áratugum verður mest aukning í útstreymi í þróunarríkjunum og þar er helst bent á Indland og Kína," segir Pétur. „Atvinnulífið leggur því áherslu á að leita megi hagkvæmustu leiða og þær verði ekki bundnar við Ísland. Í þessu er ekki frekar en í öðrum viðskiptum hægt að líta einangrað á eitt ríki."Pétur segir nýjar tillögur Evrópusambandsins gera ráð fyrir að frá 2004 til 2006 fái fyrirtæki í flugi úthlutað meðalútstreymi frá starfseminni, en alla aukningu þurfi þau að ná sér í annars staðar frá. „Það gera menn ekki með skógrækt á Íslandi. Menn ná sér þá í heimildir þar sem þær eru hagkvæmastar og ódýrastar. Það getur verið með margvíslegum verkefnum víðs vegar um heim og inn í þá röð þarf íslensk skógrækt að raða sér," segir hann og bendir á að sem stendur bendi ekkert til annars en Ísland fái staðið við allar skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni. „En hvað síðan tekur við þegar Kyoto-tímabilinu lýkur árið 2012 vita menn bara ekki. Um það á eftir að semja á alþjóðavísu og ólíklegt að það takist fyrr en 2009 eða 2010. Það eru því nokkur ár í að menn sjái hvað tekur við af þessu."
Undir smásjánni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira