Þrjár milljónir múslima til Mekka 29. desember 2006 19:16 Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Félagið Ísland-Palestína hefur brugðið á það ráð að senda neyðaraðstoð til sjálfstjórnarsvæðanna með þeim Íslendingum sem hafa lagt leið sína þangað vegna endurtekinna misbresta á því að neyðarhjálp skili sér. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, segir ástandið í Palestínu orðið afar bágt, efnahagsþvinganir Ísraela bitni harkalega á almennum borgurum og hamli hjálparstarfi á svæðinu. Hann og dóttir hans Kristín, höfðu með sér jafnvirði 300 þúsunda króna í ferðatöskunum, til aðstoðar við Palestínumenn. Hann segir það duga skammt, mikill skortur sé á svæðinu og hátíðin verði haldin af litlum efnum. Mikill mannfjöldi hefur engu að síður verið á götum hvarvetna í Palestínu, til að kaupa gjafir og einhvern dagamun í mat. En annar ómissandi hluti af hátíðinni sem fólk þarf að neita sér um núna eru lömbin sem siður hefur verið að fórna til að minnast þess þegar Abraham var viljugur til að fórna syni sínum. Í Mekku biðja pílagrímarnir meðal annars fyrir velferð allra múslima, hvar sem er í heiminum. Í dag báðust þeir fyrir við Arafat-fjall, þar sem sagt er að Múhameð spámaður hafi haldið sína síðustu predikun. Á morgun hefst hin varasama grýting, þar sem 360 manns tróðust undir í janúar síðastliðnum eftir að nokkrir pílagrímar hnutu um töskur sem voru í gangveginum. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á pílagrímsstaðnum í Mina þar sem þessi athöfn fer fram til að reyna að koma í veg fyrir viðlíka stórslys. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa eytt meira en 70 milljörðum til að tryggja öryggi pílagrímanna, þar sem slys af þessu tagi séu tíð þegar milljónir pílagríma reyna að vinna fyrir fyrirgefningu syndanna. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Þrjár milljónir múslima feta nú í fótspor spámannsins Múhameðs í pílagrímsferð til Mekka og í kjölfar hennar verður haldin ein stærsta hátíð múslima. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum ber þó skugga á gleðina enda hefur þar sjaldan verið jafnþröngt í búi. Félagið Ísland-Palestína hefur brugðið á það ráð að senda neyðaraðstoð til sjálfstjórnarsvæðanna með þeim Íslendingum sem hafa lagt leið sína þangað vegna endurtekinna misbresta á því að neyðarhjálp skili sér. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, segir ástandið í Palestínu orðið afar bágt, efnahagsþvinganir Ísraela bitni harkalega á almennum borgurum og hamli hjálparstarfi á svæðinu. Hann og dóttir hans Kristín, höfðu með sér jafnvirði 300 þúsunda króna í ferðatöskunum, til aðstoðar við Palestínumenn. Hann segir það duga skammt, mikill skortur sé á svæðinu og hátíðin verði haldin af litlum efnum. Mikill mannfjöldi hefur engu að síður verið á götum hvarvetna í Palestínu, til að kaupa gjafir og einhvern dagamun í mat. En annar ómissandi hluti af hátíðinni sem fólk þarf að neita sér um núna eru lömbin sem siður hefur verið að fórna til að minnast þess þegar Abraham var viljugur til að fórna syni sínum. Í Mekku biðja pílagrímarnir meðal annars fyrir velferð allra múslima, hvar sem er í heiminum. Í dag báðust þeir fyrir við Arafat-fjall, þar sem sagt er að Múhameð spámaður hafi haldið sína síðustu predikun. Á morgun hefst hin varasama grýting, þar sem 360 manns tróðust undir í janúar síðastliðnum eftir að nokkrir pílagrímar hnutu um töskur sem voru í gangveginum. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar á pílagrímsstaðnum í Mina þar sem þessi athöfn fer fram til að reyna að koma í veg fyrir viðlíka stórslys. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa eytt meira en 70 milljörðum til að tryggja öryggi pílagrímanna, þar sem slys af þessu tagi séu tíð þegar milljónir pílagríma reyna að vinna fyrir fyrirgefningu syndanna.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira