Eþíópíumenn komnir inn í Mogadishu 28. desember 2006 18:30 Ástandið í Sómalíu er ótryggt. MYND/AP Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag. Stjórnleysi og stríðsástand er veruleiki sem Sómalar þekkja allt of vel. Blóðug borgarastyrjöld geisaði í landinu á tíunda áratugnum og síðan þá hefur landið verið nánast stjórnlaust. Undanfarina mánuði hefur íslamska dómsstólaráðið svonefnda náð yfirráðum yfir hluta landsins, þar á meðal höfuðborginni Mogadishu. Í krafti sjaríalaga hefur leiðtogum þess tekist að halda uppi lögum og reglu víðast hvar. Á sama tíma hafa svo íslamistarnir sótt mjög að hinni veikburða ríkisstjórn landsins. Um helgina snerist taflið hins vegar við þegar nágrannarnir í Eþíópíu sendu herlið á vettvang til hjálpar ríkisstjórninni. Í gær yfirgáfu íslamistarnir borgina Jowhar og nú virðist baráttan um Mogadishu einnig töpuð. Sharif Ahmed, einn leiðtoga íslamistanna, lýsti því yfir í morgun að þeir hefðu ákveðið að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að Eþíópíumenn láti sprengjum yfir sómalska borgara. Síðdegis dró svo til tíðinda þegar tilkynnt var að hersveitirnar væru komnar inn í höfuðborgina. Fregnir herma að herliðinu hafi verið fagnað en aðrar heimildir greina frá því að gripdeildir og glundroði einkenni nú Mogadishu öðru fremur. Er talið að hinir gömlu stríðsherrar séu komnir á kreik til að tryggja yfirráð sín þar á ný. Að sögn flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru nú þúsundir manna á vergangi vegna átakanna og hagur þeirra væri afar bágborinn. Síðdegis hvolfdi báti flóttamanna skammt undan ströndum Jemen. 17 lík hafa fundist en 140 er enn saknað. Erlent Fréttir Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag. Stjórnleysi og stríðsástand er veruleiki sem Sómalar þekkja allt of vel. Blóðug borgarastyrjöld geisaði í landinu á tíunda áratugnum og síðan þá hefur landið verið nánast stjórnlaust. Undanfarina mánuði hefur íslamska dómsstólaráðið svonefnda náð yfirráðum yfir hluta landsins, þar á meðal höfuðborginni Mogadishu. Í krafti sjaríalaga hefur leiðtogum þess tekist að halda uppi lögum og reglu víðast hvar. Á sama tíma hafa svo íslamistarnir sótt mjög að hinni veikburða ríkisstjórn landsins. Um helgina snerist taflið hins vegar við þegar nágrannarnir í Eþíópíu sendu herlið á vettvang til hjálpar ríkisstjórninni. Í gær yfirgáfu íslamistarnir borgina Jowhar og nú virðist baráttan um Mogadishu einnig töpuð. Sharif Ahmed, einn leiðtoga íslamistanna, lýsti því yfir í morgun að þeir hefðu ákveðið að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að Eþíópíumenn láti sprengjum yfir sómalska borgara. Síðdegis dró svo til tíðinda þegar tilkynnt var að hersveitirnar væru komnar inn í höfuðborgina. Fregnir herma að herliðinu hafi verið fagnað en aðrar heimildir greina frá því að gripdeildir og glundroði einkenni nú Mogadishu öðru fremur. Er talið að hinir gömlu stríðsherrar séu komnir á kreik til að tryggja yfirráð sín þar á ný. Að sögn flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru nú þúsundir manna á vergangi vegna átakanna og hagur þeirra væri afar bágborinn. Síðdegis hvolfdi báti flóttamanna skammt undan ströndum Jemen. 17 lík hafa fundist en 140 er enn saknað.
Erlent Fréttir Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira