Innlent

Gæsluvarðhald staðfest yfir dæmdum nauðgara

Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember.
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember. MYND/Valgarður

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Edward Koranteng, karlmanni á þrítugsaldri, en maðurinn er kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku í lok nóvember. Maðurinn var í vikunni dæmdur fyrir að nauðga annarri fjórtán ára stúlku á síðasta ári.

Maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað þrettán ára stúlkunni á leikskólalóð í lok nóvember. Lögreglan rannsakar málið en á vettvangi fannst lítil rifa af smokkapakkningu. Við húsleit hjá manninum fannst úlpa sem féll að lýsingu stúlkunnar. Stúlkan þekkti manninn aftur þegar hún var stödd í Mjóddinni 3. desember ásamt frænku sinni sem maðurinn var nýlega dæmdur fyrir að nauðga. Sama kvöld sagði hún móður sinni frá nauðguninni sem lagði fram kæruna. 

Dómurinn féllst á að brýnt sé að hindra að kærði spilli rannsókn málsins með því að afmá hugsanleg verksummerki eða hafa áhrif á vitni sem hafa ekki verið yfirheyrð. Hann verður því í gæsluvarðahaldi til 20. desember.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×