Óttast áframhaldandi víg 22. nóvember 2006 12:30 Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun. Rannsókn á morðinu á Gemayel, sem var einn af leiðtogum kristinna í landinu, er þegar hafin en hann var skotinn til bana um hábjartan dag í einu af úthverfum Beirút í gær. Ekkert er vitað um hverjir standa á bak við tilræðið en andstæðingar Sýrlendinga telja augljóst að þeir hafi verið að verki enda hafi þeir áður gerst sekir um slíkt. Gemayel verður jarðsettur á morgun en hann var borinn í kistu sinni um heimabæ sinni Bekfaya í dag. Hundruð bæjarbúa fylgdu sorgmæddir eftir, sumir fleygðu grjónum yfir kistuna sem var sveipuð fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Dagblaðið Daily Star segir falangista hafa ráðið ráðum sínum í gær og að þolinmæði þeirra væri senn á þrotum. Hljóðið í líbönskum stjórnmálamönnum hefur verið dökkt í morgun. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Líf hennar hangir á bláþræði eftir að sex ráðherrar sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstól á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra. Öryggisráðið samþykkti í gær fyrir sitt leyti stofnun slíks dómstóls Erlent Fréttir Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun. Rannsókn á morðinu á Gemayel, sem var einn af leiðtogum kristinna í landinu, er þegar hafin en hann var skotinn til bana um hábjartan dag í einu af úthverfum Beirút í gær. Ekkert er vitað um hverjir standa á bak við tilræðið en andstæðingar Sýrlendinga telja augljóst að þeir hafi verið að verki enda hafi þeir áður gerst sekir um slíkt. Gemayel verður jarðsettur á morgun en hann var borinn í kistu sinni um heimabæ sinni Bekfaya í dag. Hundruð bæjarbúa fylgdu sorgmæddir eftir, sumir fleygðu grjónum yfir kistuna sem var sveipuð fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Dagblaðið Daily Star segir falangista hafa ráðið ráðum sínum í gær og að þolinmæði þeirra væri senn á þrotum. Hljóðið í líbönskum stjórnmálamönnum hefur verið dökkt í morgun. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Líf hennar hangir á bláþræði eftir að sex ráðherrar sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstól á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra. Öryggisráðið samþykkti í gær fyrir sitt leyti stofnun slíks dómstóls
Erlent Fréttir Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira